fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Skagi verður nýtt nafn móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar

Eyjan
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 09:54

Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skagi er nýtt nafn móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að framtíðarskipulag samstæðunnar hafi verið kynnt og samþykkt af hluthöfum með tilfærslu tryggingareksturs í dótturfélag. Skagi verður skráða félagið í Kauphöll Íslands, sem áður var undir merkjum VÍS.

Segir í tilkynningunni að með sameiningu VÍS, Fossa og SIV verði til nýtt afl á fjármálamarkaði sem stefnir á arðbæran vöxt á sviði trygginga, fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringar. „Á síðasta ári fór mikill kraftur í sameiningu félaganna og er samþættingu þeirra nú lokið. Nýtt nafn og vörumerki var kynnt til sögunnar í gær samhliða boðun til aðalfundar þann 21. mars næstkomandi. Fyrsta uppgjör nýrrar samstæðu var birt í kauphöllinni eftir lokun markaða í gær,“ segir í áðurnefndri tilkynningu.

300 tillögur í nafnasamkeppni

Talsvert púður fór í leit að nýju nafni á fyrirtækið en starfsfólk samstæðunnar skilaði inn hátt í þrjú hundruð tillögum. Loks fannst nafn sem stóðst allar kröfur.

„Nafnið Skagi er innblásið af íslenskri náttúru, styrk hennar og samspili við líf fólksins í landinu. Það vísar í stórt nes eða langan höfða og þykir kröftugt en er á sama tíma stutt og hljómfagurt.

Hinir ýmsu skagar landsins teygja sig tignarlega frá meginlandinu með fallegu útsýni yfir land og sjó. Tröllaskagi, Skipaskagi, Tindaskagi, Garðskagi og Skagatá – skaga er að finna í öllum landshlutum. Nafnið er viðeigandi fyrir fyrirtæki með djúpar rætur í íslensku samfélagi líkt og tryggingafélagið en vísar í einnig í markmið félagsins að tengja íslenskt atvinnulíf við erlenda markaði,“ segir í tilkynningu.

„Frá því að sameining félaganna var frágengin í byrjun október á síðasta ári hefur mikil vinna farið fram í tengslum við samþættingu þeirra og innleiðingu á framtíðarfyrirkomulagi samstæðunnar. Nú þegar samþættingu er lokið kynnum við nýtt nafn og vörumerki móðurfélagsins til sögunnar. Nýtt afl á fjármálamarkaði er tilbúið til sóknar,“ er haft eftir Haraldi Þórðarsyni, forstjóri Skaga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að