fbpx
Sunnudagur 21.apríl 2024
Eyjan

Foreldrar hafi ekki ótakmarkaðan rétt á að birta myndir af börnum sínum

Eyjan
Laugardaginn 24. febrúar 2024 20:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engin ákvæði er að finna í íslenskri löggjöf sem taka sérstaklega til þess er foreldrar hafa tekjur af áhrifi á net- og samfélagsmiðlum og birta myndir af börnum sínum á þeim vettvangi, þó megi ætla að það geti orðið tilefni fyrir barnaverndarmál ef foreldrar eru að birta myndir af börnum sínum svo óviðunandi þyki, enda hafi foreldrar ekki ótakmarkaðan rétt til að birta myndir af börnum sínum.

Þetta kemur fram í svari Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata.

Fyrirspurn Björns var eftirfarandi:

„Hvaða lagaákvæði ná utan um það þegar foreldrar birta myndir og myndbönd af börnum sínum á net- og samfélagsmiðlum og hafa tekjur af áhorfinu? Hvernig er eftirfylgni með þeim lagaákvæðum háttað.“

Í svari sínu segir Ásmundur að engin ákvæði taki sérstaklega til tilvika þeirra sem Björn nefnir í fyrirspurn sinni. Þó eru til ákvæði sem taka almennt til réttinda barna, svo sem um rétt þeirra til friðhelgi einkalífs og persónuvernd þegar almennt komi að myndbirtingum.

„Foreldrum og forsjáraðilum ber að virða einkalíf barna sinna enda eiga börn, líkt og aðrir, rétt á friðhelgi einkalífs og er sá réttur tryggður í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.“

Rétturinn sé eins tryggður með lögum um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, persónuverndarlögum og svo í barnalögum.

Í barnalögum segi t.d. að börn eigi rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinni og þroska og án mismununar af nokkru tagi. Óheimilt er að beita barn hvers kyns ofbeldi eða vanvirðandi háttsemi og ávallt skuli hafa það sem barni er fyrir bestu í forgrunni þegar ákvarðanir eru teknar um málefni þess. Barn á rétt á að tjá skoðanir sínar í öllum málum sem það varðar og skal réttmætt tillit vera tekið til skoðana í samræmi við þroska. Foreldrum ber að annast barn sitt og sýna því umhyggju.

„Af framangreindu má leiða að foreldrar og forsjáraðilar eiga ekki ótakmarkaðan rétt á að birta myndefni af börnum sínum, til að mynda er þeim ekki heimilt að birta vanvirðandi myndefni af börnum sínum og þeim ber ávallt að hafa hagsmuni barns að leiðarljós og taka tillit til vilja og skoðana barnsins.“

Þó sé engin sérstök eftirfylgni með myndbirtingu foreldra og forsjáraðila af börnum sínum, hvorki almennt né þegar um er að ræða myndbirtingar sem leiða til tekna. Almenningi og fagaðilum beri þó lagaleg skylda til að tilkynna það barnavernd ef ástæða er til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður eða verði fyrir vanvirðandi háttsemi.

„Því má ætla að myndbirting foreldra sem fer í bága við ofangreind sjónarmið geti leitt til tilkynningar til barnaverndarþjónustu sveitarfélags og fari þá í viðeigandi farveg innan sveitarfélagsins á grundvelli barnaverndarlaga.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“