fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Sigurður Ágúst Sigurðsson kjörinn formaður Félags eldri borgara í Reykja­vík og nágrenni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 18:44

Sigurður Ágúst Sigurðsson. Mynd: Håkon Broder Lund

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ágúst Sigurðsson var í dag kosinn formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á aðalfundi félagsins með rúmlega 60% atkvæða. Fundurinn fór fram í Gullhömrum í dag. Fráfarandi formaður, Ingibjörg Sverrisdóttir, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Þau Borgþór S. Kjærnested, Sigurbjörg Gísladóttir og Sverrir Kaaber voru einnig í framboði til formanns. Framboð Sigurðar hlaut 215 atkvæði eða 60,4% atkvæða og framboð Sigurbjargar hlaut 130 atkvæði eða 36,5%. Þá fékk Borgþór Kjærnested 6 atkvæði eða 0,3% og framboð Sverris 3 eða 0,8%. Alls greiddu 356 atkvæði á fundinum en tveir seðlar voru auðir og ógildir.

„Ég þakklátur fyrir þann  mikla stuðning sem framboð mitt hlaut á fundinum í dag,“ segir Sigurður og bætir við: „Eins og ég benti á í ræðu minni í dag að þá eru 16 þúsund félagsmenn í félaginu sem eru rúmlega þriðjungur allra eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu. Þessi fjöldi félagsmanna minnir á samtakamáttinn sem við eigum hiklaust að beita í þeirri baráttu sem fram undan er og það munum við gera fyrir bættum lífsgæðum eldra fólks.“

Neyðarástand sem bitnar á eldra fólki

Haft var eftir Sigurði Ágústi í framboðsræðu hans á fundinum að skortur á hjúkrunarheimilum væri orðinn að neyðarástandi sem bitnaði af sífellt meiri þunga á eldra fólki og sjúkrahúsum.

„Fyrir fundinum liggur ályktun vegna þessa ástands, en nú bíða 243 einstaklinga eftir því að fá úthlutuðu plássi. Hér þarf því að bregðast við án tafar, af festu og áræði,“ bætti Sigurður við í ræðu sinni.

Sigurður Ágúst lét nýverið af störfum sem forstjóri Happdrættis DAS, en hann gegndi því starfi  í 33 ár og sat stjórnarfundi Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins. Áður starfaði hann sem aðalbókari Hrafnistuheimilanna og sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Reykjavíkur (nú SHS).

Þá situr Sigurður  í stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða en hann hefur enn fremur víðtæka reynslu af stjórnar- og nefndarstörfum. Jafnframt hefur hann setið í fjölda nefnda á vegum dómsmálaráðuneytisins vegna starfa sinna fyrir happdrætti DAS.

Sigurður er fæddur árið 1953 og ólst upp í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Hann er kvæntur Guðrúnu B. Björnsdóttur læknaritara og eiga þau þrjár dætur og fjögur barnabörn. Sigurður útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands og er með próf frá Háskólanum í Reykjavík í fjármálum og rekstri.

Með Sigurði voru kjörin í stjórn og varastjórn FEB þau:

Guðrún Ósk Jakobsdóttir, formaður fimleikadeildar Fylkis

Elinóra Inga Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur

Kristinn Eiríksson, verkfræðingur

Ragnar Árnason, prófessor emeritus í hagfræði

Bessí Jóhannsdóttir, kennari

Jón Magnússon, lögmaður

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus