fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Lenya Rún harðorð – „Þessi alhæfing um að ein trú sé ofbeldisfyllri en önnur er auðvitað alveg út í hött“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 15:30

Tilefni pistils Lenyu voru viðbrögð við stuttri frétt um moskubyggingu í Reykjavík. Teikning/Gunnlaugur Stefán Baldursson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, segir fáfræði ríkja hér á landi gagnvart islam og múslimum. Það sé út í hött að ein trú sé ofbeldisfyllri en önnur.

Þetta skrifar Lenya í langri færslu á Facebook í dag. Tilefnið er stutt frétt á mbl.is um endurnýjun umsóknar um moskubyggingu í Reykjavík. Fjölmargar neikvæðar og sumar hverjar orðljótar athugasemdir eru ritaðar undir fréttina. Þegar þetta er skrifað hafa 336 skrifað ummæli við hana.

„Djöfuls rugl allsekki mosku hér á landi,“ segir einn. „Komið gott,farið heim,“ segir annar.  „Nei og aftur nei ef það getur ekki lifað am moskvu þa getur þetta lið farið heim til sin það er no af moskvum þar,“ segir sú þriðja. Langflestar athugasemdirnar eru afar neikvæðar í garð moskubyggingar og múslima.

„Ég er ekki trúuð manneskja,“ segir Lenya. „Ég fæddist í íslamska trú rétt eins og þið fæðist inn í kristna trú, og mörg ykkar eruð fermd á meðan ég gekk ekki undir neina trúarlega athöfn til að staðfesta trúna mína, þvert á móti, þá afneitaði ég henni í mjög langan tíma, og á þeim árum sem ég átti heima í Kúrdistan var ég helsti andstæðingur íslams og eitt af áhugamálunum mínum var að rökræða við annað fólk gegn trúarbrögðum almennt.“

Þetta hafi hins vegar breyst þegar Lenya flutti aftur heim og byrjaði í pólitík. „Ekki misskilja mig, ég er enn þá trúlaus og trúi almennt ekki á neina tiltekna trú, heldur reyni ég að finna það fallega í öllum trúarbrögðum og tileinka mér það í daglegu lífi,“ segir Lenya.

Fallegt í öllum trúarbrögðum

Hún segir að henni þyki hugmyndafræði kristinnar trúar afar falleg þegar kemur að fyrirgefningu og æðruleysi. Það sé eitthvað sem fólk geti tileinkað sér óháð skoðun sinni á trúarbrögðum.

Í gyðingdómi sé lögð mikil áhersla á siðferði, virðingu við foreldra sinna, gestrisni og friðsæl samskipti.

Í hugmyndafræði múslima skipti virðing fyrir hinum eldri miklu máli. Til dæmis standa allir upp fyrir eldri manneskju sem gengur inn í herbergið. Lenya segist ekki hafa stundað þetta grimmt á Íslandi lengur því það hefði litið skringilega út ef hún hefði til dæmis verið sú eina sem hefði staðið upp þegar stærðfræðikennarinn í menntaskóla labbaði inn í skólastofuna. Þetta sé þó falleg hugmyndafræði sem hún reyni að tileinka sér í sínu í daglegu lífi.

Moska í Osló.

„Að því sögðu hef ég fundið mig knúna til þess að tala um fáfræði sums fólks gagnvart múslimum og íslam á síðustu árum, en þessi frétt er gott dæmi um hvers vegna ég hef verið háværari í umræðunni um þessa tiltekna trú frekar en t.d. kristni,“ segir Lenya. „Fáfræðin sem hér ríkir gagnvart þessari trú, og fólkinu sem dirfist sækja í huggunina sem trúarbrögð geta oft verið, er einfaldlega óskiljanleg.“

Öll trúarbrögð verið grundvöllur stríða

Nefnir hún til að mynda fullyrðingar fólks um að islam sé ofbeldisfyllri trú en aðrar.

„Þessi alhæfing um að ein trú sé ofbeldisfyllri en önnur er auðvitað alveg út í hött, enda er engin trú sem hefur ekki verið grundvöllur stríðs eða árásar síðan upphaf siðmenningar,“ segir hún. „Skilaboð trúarbragða velta á því hvernig þau eru túlkuð, og flest fólk túlkar ekki Biblíuna bókstaflega en þar er einnig kveðið á um ýmsar ámælisverðar athafnir, líkt og flest fólk túlkar ekki Torah bókstaflega. Hvers vegna er dregið þá ályktun að múslimar túlki Kóraninn bókstaflega?“ spyr hún.

Trúfrelsi bundið í stjórnarskrá

Að lokum nefnir hún að flest fólk reyni að tileinka sér það góða í hverri og einni trú. Fólk leiti margt hvert í trúnna fyrir félagsskapinn og samfélagið í kringum hana, sérstaklega fólk sem kemur frá öðru landi og þekkir engan hér á landi.

Einnig að trúfrelsi sé bundið í stjórnarskránna og það nái einnig til islam. „Komdu fram við náungann eins og þú vilt láta koma fram við þig.“

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben