fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Uppstilling á öllum listum Viðreisnar

Eyjan
Fimmtudaginn 17. október 2024 21:48

Mynd/Viðreisn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðreisn verður með uppstillingu á öllum listum sínum fyrir kosningarnar þann 30. nóvember. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þetta ákváðu landshlutaráð sem ýmist funduðu í gær eða í kvöld. Mikil umræða fór fram á fundum og mikill hugur að stefna á prófkjör þegar rýmri tími gefst. Nú er þó stefnt að uppstillingu og hafa landshlutaráð kosið sér uppstillinganefndir sem hefja strax störf.

Í tilkynningu segir:

„Landshlutaráðin fimm hafa jafnframt kosið sér uppstillinganefndir, sem hefja strax störf. Þau sem áhugasöm eru um að vera á lista Viðreisnar í þessum kjördæmum geta skráð sig hér. Einnig er hægt að senda tölvupósta til eftirfarandi uppstillinganefnda:

Í Reykjavíkurkjördæmum: reykjavik@vidreisn.is

Í Suðvesturkjördæmi: sudvestur@vidreisn.is

Í Suðurkjördæmi: sudur@vidreisn.is

Í Norðvesturkjördæmi: nordvestur@vidreisn.is

Í Norðausturkjördæmi: nordaustur@vidreisn.is

Óskað er að tilnefningar berist fyrir laugardag, svo að uppstillinganefndir geti lokið störfum í næstu viku. Þá verða listar bornir undir landshlutaráð til samþykktar og stjórn Viðreisnar til staðfestingar. “

Viðreisn hlaut 8,3 prósent atkvæða í Alþingiskosningunum 2021 og bætti þar með við einum þingmanni frá fyrra kjörtímabili.

Samkvæmt nýjust mælingu Maskínu á fylgi flokkanna, frá í september, sögðust 11% þátttakenda ætla að kjósa Viðreisn, það sama sagði í nýjustu mælingu Prósent frá 5. október en flokkurinn mældist með 10% í nýjustu mælingu Gallup. Gangi þessi spá eftir í nóvember mun Viðreisn bæta við sig þingsætum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast