fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Trump vill beita hernum gegn „óvinveittum“ Bandaríkjamönnum

Eyjan
Miðvikudaginn 16. október 2024 08:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef „klikkhausar af vinstri vængnum“ trufla kosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember er Donald Trump reiðubúinn til að láta beita hernum gegn þeim.

Þetta sagði hann í sjónvarpsþættinum „Sunday Morning Future“ á Fox News á sunnudaginn. Hann sagði að ekki mætti útiloka að beita hernum gegnum þeim sem hann kallar „óvininn innanlands“ en það eru vinstri menn.

„Ég tel að stærsta vandamálið sé óvinurinn sem er í landinu okkar. Þetta er ekki einu sinni fólk sem hefur komið hingað og eyðilagt landið. Hér er um mjög slæmt fólk að ræða, við erum með mjög veikt fólk, öfgasinnaða brjálæðinga af vinstri vængnum. Ég tel að það eigi að vera miklu auðveldara að glíma við þá. Ef nauðsyn krefur með þjóðvarðliðinu og ef nauðsyn virkilega krefur með hernum,“ sagði forsetinn fyrrverandi.

Þjóðvarðliðið er hluti af bandaríska hernum. Þetta er varalið sem gegnir því meginhlutverki að aðstoða yfirvöld, takast á við hamfarir í landinu og taka þátt í hernaðaraðgerðum þegar nauðsyn krefur.

Trump lét fyrrgreind ummæli falla þegar hann var spurður hverju megi búast við á kjördeginum sjálfum en forsetakosningarnar fara fram 5. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“