fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Halla kynnir ákvörðun sína síðar í vikunni – Ætlar fyrst að ræða við aðra formenn

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 14. október 2024 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, ætlar að ræða við formenn annarra flokka áður en hún tekur afstöðu til þingrofstillögu sem Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, bar upp við hana í morgun. Þetta sagði  hún í stuttu ávarpi eftir fund hennar og Bjarna.

Hún segir að Bjarni hafi lagt til að þing yrði rofið og gengið yrði til kosninga. Eins hafi Bjarni lagt til að ríkisstjórnin sitji áfram. Halla segist fyrst ætla að ræða við aðra formenn áður en hún ákveður hvort hún samþykkir tillöguna. Ákvörðunar er að vænta síðar í vikunni en Halla tók ekki við spurningum frá blaðamönnum enda sagðist hún ekki hafa nokkru við að bæta að svo stöddu.

Halla stefnir á að funda með formönnum allra flokka á Alþingi í dag á skrifstofu sinni á Sóleyjargötu. Fyrsti fundur hefur verið boðaður klukkan 10:30 en að svo stöddu liggur ekki fyrir í hvaða röð formennirnir koma til fundar við forseta.

Bjarni segir í samtali við Vísi að hann eigi eftir að funda með formönnum Framsóknar og Vinstri Grænna í dag og ef í ljós kemur að engin áhugi er til staðar hjá ríkisstjórnarflokkunum að starfa saman fram að kosningum þá muni hann biðjast lausnar. Það sé þó mikilvægt að ná að klára fjárlög og fjármálaáætlun fyrir kosningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“