fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Er ríkisstjórnin að springa strax í dag? – Sjálfstæðismenn boðaðir á óvæntan þingflokksfund

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 11. október 2024 15:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingflokkur Sjálfstæðisflokks var óvænt boðaður á þingflokksfund. Fundurinn hófst rétt í þessu og var fyrirvarinn mjög skemmur. Mbl.is greindi fyrst frá fundinum. Ólga hefur verið innan ríkisstjórnarsamstarfsins í vikunni, en Vinstri græn hafa gefið út að þau ætli sér ekki að gera meira í útlendinga- og orkumálum á kjörtímabilinu. Sjálfstæðismenn eru þar að auki sagðir ósáttir með að Svandís Svavarsdóttir, nýr formaður Vinstri Grænna, sagðist opinberlega vilja kosninga í vor, en þetta hafði hún ekki rætt við formenn hina stjórnarflokkanna.

Einn viðmælandi fréttastofu RÚV segir að tilefni fundarins í dag sé að ræða ríkisstjórnarsamstarfið, og því velta menn því fyrir sér hvort að stjórnin sé að falla. Að sögn RÚV eru ekki áform um önnur fundarhöld, en ekki er búið að boða þingflokksfund hjá Vinstri grænum.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, sagði í samtali við mbl.is í morgun að flokkurinn væri tilbúinn í kosningar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra sagði eðlilegt að þingflokkurinn velti fyrir sér næstu skrefum í ríkisstjórnarsamstarfinu, hvort forsendur séu fyrir að klára kjörtímabilið ef ekki er hægt að klára mál sem Sjálfstæðisflokkur hefur lagt ríka áherslu á. Vísaði Áslaug þar væntanlega til útlendinga- og orkumála.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“