fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Hjálmtýr gagnrýnir Birgi – Sögurnar hafi þann eina tilgang að auka hatur gegn Palestínumönnum

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 15. júní 2024 12:30

Hjálmtýr gagnrýnir Birgi fyrir skrif sín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjálmtýr Heiðdal, formaður Félagsins Ísland – Palestína, gagnrýnir skrif Birgis Þórarinssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, hvað varðar meintan ótta gyðinga á Íslandi. Birgir nefni engin dæmi máli sínu til stuðnings.

Í grein á Vísi vísar Hjálmtýr í skrif Birgis í Morgunblaðinu sem báru yfirskriftina: Gyðingar á Íslandi óttaslegnir.

„Birgir hefur helst unnið það sér til frægðar að halda á lofti sögum um atburði 7. október 2023 þar sem hann kryddar frásögn sína með lýsingum á hryllilegum atburðum um „börn í bakarofnum“ og sögum um „höfuðlaus barnalík“,“ segir Hjálmtýr. „Þessar sögur hafa verið afsannaðar í ísraelskum fjölmiðlum og víðar. Sögur Birgis ofl. hafa þann eina tilgang að auka hatur gegn Palestínumönnum og réttlæta morðherferð Ísraelshers á Gaza og á Vesturbakkanum.“

Engin dæmi

Segir Hjálmtýr Birgi ekki nefna nein dæmi um ótta þeirra 400 gyðinga sem búa á Íslandi. Aðeins að rödd Ísraels varðandi stríðið fái ekki að heyrast í fjölmiðlum og að rangar fullyrðingar endurómaðar frá Hamas fái að heyrast. Heldur séu engin dæmi nefnd þessu til stuðnings.

„Undirliggjandi tón í málflutningi Birgis og fylgjenda Ísraels er meint gyðingahatur þeirra sem gagnrýna Ísrael vegna hernáms og landrán í Palestínu. Það er algengt svar þeirra sem styðja síonismann og Ísrael að gagnrýnisraddir séu litaðar af gyðingahatri,“ segir Hjálmtýr.

Barátta um skilgreiningar

Nefnir hann að stuðningsaðilar Ísraels hafi myndað samtök sem kallast IHRA til að skilgreina gyðingahatur. Þessar skilgreiningar séu notaðar til að freista þess að segja alla gagnrýni á framferði Ísraels sem gyðingahatur og þar með kæfa þær. 35 ríki í Evrópu, Ameríku og Eyjaálfu hafi samþykkt þessar skilgreiningar, þar á meðal öll Norðurlöndin nema Ísland.

„En þessi tilraun til að kæfa gagnrýni fellur á eigin bragði. Með því að stöðugt segja gagnrýnina á Ísrael og síonismann vera gyðingahatur þá hafa fylgjendur IHRA-reglanna brotið sjálfir gegn eigin skilgreiningum og í raun ástundað gyðingahatur skv. eigin afstöðu,“ segir Hjálmtýr. „Það gerist þannig að ein af meginreglum IHRA er að það sé gyðingahatur að „ segja gyðinga bera sameiginlega ábyrgð á gjörðum Ísraelsríkis.“ (e. Holding Jews collectively responsible for actions of the state of Israel.).“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar

Flutti sögulega jómfrúarræðu á Alþingi í gær og fetaði í fótspor móður sinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Málþóf og málþæfarar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!