Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en þar er fjallað um nýja skoðanakönnun sem Prósent gerði fyrir blaðið.
Katrín nýtur mesta fylgisins, Halla Hrund er í öðru sæti og Baldur Þórhallsson í þriðja sæti með 18,2% fylgi.
Munurinn á milli þriggja efstu er lítill og eru efri vikmörkin á fylgi Höllu Hrundar og Baldurs innan neðri vikmarka fylgis Katrínar.
Fylgi Jóns Gnarr mælist 13,4% og þar á eftir er Arnar Þór Jónsson með 6% fylgi.
Fylgi annarra mælist mjög lítið.