fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Eyjan

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit

Eyjan
Miðvikudaginn 8. maí 2024 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill áhugi á byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum sýndi sig á stórsýningunni Verk og vit sem haldin var í Laugardalshöll 18.-21. apríl. Um 25.000 gestir sóttu sýninguna, bæði fagaðilar og almenningur. Var aðsóknin svipuð og á Verk og vit síðustu tvö skipti, 2018 og 2022. Rúmlega 100 sýnendur tóku þátt að þessu sinni, en þetta var í sjötta sinn sem sýningin var haldin.

 

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra setti sýninguna formlega. Fyrstu tveir dagarnir voru ætlaðir fagaðilum en um helgina var almenningi einnig boðið að heimsækja sýninguna. Að auki komu um 1.800 nemendur í 10. bekk grunnskóla á sýninguna í boði Verk og vit og Samtaka iðnaðarins, m.a. til að kynna sér iðn- og tækninám. Einnig buðu Verk og vit, Ístak og BYKO um 300 framhalds- og háskólanemum að koma á sýninguna og upplifa það sem þessar spennandi greinar hafa upp á að bjóða.

 

„Verk og vit heppnaðist mjög vel í alla staði. Metnaður sýnenda var mikill, sem skilaði sér vel til þeirra fjölmörgu gesta sem komu. Aðsóknin var þétt alla dagana og bersýnilegt að gestir gáfu sér góðan tíma, sér í lagi þeir sem starfa á þessum vettvangi. Verk og vit hefur skipað sér mikilvægan sess sem fundarstaður fagaðila og hér mynduðust bersýnilega fjölmörg viðskiptasambönd,“ segir Áslaug Pálsdóttir, framkvæmdastjóri AP almannatengsla, sem er framkvæmdaaðili sýningarinnar. 

 

„Að þessu sinni lögðu sýnendur áherslu á uppbyggingu í iðnaði, iðnmenntun, fjárfestingu í innviðum og umhverfismál, sem eru allt mál sem eru mikið í deiglunni. Sýnendur á Verk og vit hafa jafnframt aldrei verið fjölbreyttari en nú og sérstaklega var ánægjulegt að sjá fjölgun erlendra sýnenda, sem styrkir sýninguna og markaðinn enn frekar,“ segir Áslaug.

 

Mikilvægi Verk og vit sést kannski best á því að sýningarrými voru orðin uppseld strax í ágúst í fyrra. Langur biðlisti myndaðist og margir þurftu frá að hverfa. Það þarf því ekki að koma á óvart að undirbúningur næstu sýningar sé þegar hafinn, en hún er fyrirhuguð árið 2026. 

 

Verk og vit er ætluð þeim sem koma að byggingariðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð á ýmsum stigum, m.a. sveitarfélögum, verktökum, iðnaðar- og þjónustufyrirtækjum, menntastofnunum, hugbúnaðarfyrirtækjum, hönnuðum og ráðgjöfum. Samhliða sýningunni var haldin ráðstefna á vegum Samtaka iðnaðarins, sem og fleiri áhugaverðir viðburðir.

 

Samstarfsaðilar eru innviðaráðuneytið, Landsbankinn, BYKO, Reykjavíkurborg og Samtök iðnaðarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi