fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Þess vegna vill Pawel að forseti Íslands verði á launum til lífstíðar

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 31. mars 2024 12:30

Pawel Bartoszek.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík birti í morgun færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann ítrekar þá skoðun sína að fyrrum forsetar Íslands eigi að fá laun til æviloka. Lögum var breytt 2009 á þann veg að fyrrum forsetar Íslands munu framvegis ekki lengur fá hluta af launum forseta greiddan út ævina heldur aðeins 6 mánaða biðlaun eftir að þeir láta af embætti. Lagabreytingin var ekki afturvirk og á því ekki við um Vigdísi Finnbogadóttur og Ólaf Ragnar Grímsson en mun gilda um Guðna Th. Jóhannesson þegar hann lætur af embætti. Pawel vill hins vegar breyta þessu aftur í fyrra horf:

„Hefur ekkert að gera með ást mína á viðkomandi fólki og umhyggju fyrir launakjörum þeirra, heldur bara sjálfsvirðingu okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Ef að forseti kemur úr atvinnulífinu þá vil ég ekki að hún eða hann fari að stýra einhverjum bévitans fjárfestingarsjóði eftir að embættissetunni lýkur. Það er bara ekki sniðugt. Eða að einhver fái ekki námslán af því að FYRRUM FORSETI fellir hann í miðaldasögu.“

„Já, ég segi það: Þetta fólk á að fá aðstoðarmann, halda stöku erindi við skólasetningar og láta þéra sig til æviloka. Gleðilega páska.“

Eigi ekki að þurfa að hafa áhyggjur

Í ljósi lokaorða færslunnar má velta því fyrir sér hvort ekki sé um grín að ræða hjá Pawel en fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason andmælir Pawel í athugasemd við færsluna:

„Gæti ekki verið meira ósammála. Nú fer Guðni Th aftur í akademíuna – tekur til við að rita sagnfræði sem hann gerir flestum betur.“

Því svarar Pawel á eftirfarandi hátt:

„Allir gera ráð fyrir því. En kannski langar hann bara að fara að stýra Tesla-umboðinu, eða eitthvað.“

Pawel er spurður í annarri athugasemd hvort það ætti að vera valkvætt fyrir fyrrverandi forseta að þiggja laun til æviloka því svarar hann:

„Jú, ég ætla ekki að banna neinum að gera neitt. En fólk ætti bara ekki að þurfa að hafa áhyggjur af þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast