Hann sagði að líklega ljúki tíma lýðræðis í Bandaríkjunum ef hann sigrar ekki í forsetakosningunum. Þetta sagði hann eftir að hafa enn einu sinni haldið fram lygum sínum um að hann hafi í raun sigrað Joe Biden í forsetakosningunum 2020.
„Ef við sigrum ekki í þessum kosningum, held ég að það verði ekki fleiri kosningar í þessu landi,“ sagði Trump að sögn Reuters. AFP segir að hann hafi einnig varað við blóðbaði ef hann sigrar ekki en ekki er vitað hvað hann átti við með þeim orðum.
Trump hefur verið ákærður í Georgíu fyrir að reyna að breyta úrslitum forsetakosninganna í ríkinu 2020.
Trump hrósaði einnig þeim stuðningsmönnum sínum sem sitja nú í fangelsi vegna þátttöku í árásinni á bandaríska þinghúsið í janúar 2021. Hann sagði þá vera „föðurlandsvini“ og „gísla“.