fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Trump spáir endalokum lýðræðis í Bandaríkjunum

Eyjan
Mánudaginn 18. mars 2024 21:00

Donald Trump. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, sækist eftir að verða kjörinn forseti Bandaríkjanna í kosningunum sem fara fram þann 5. nóvember næstkomandi. Hann kom fram á kosningafundi í Dayton í Ohio á laugardaginn þar sem hann spáði endalokum lýðræðis í Bandaríkjunum.

Hann sagði að líklega ljúki tíma lýðræðis í Bandaríkjunum ef hann sigrar ekki í forsetakosningunum.  Þetta sagði hann eftir að hafa enn einu sinni haldið fram lygum sínum um að hann hafi í raun sigrað Joe Biden í forsetakosningunum 2020.

„Ef við sigrum ekki í þessum kosningum, held ég að það verði ekki fleiri kosningar í þessu landi,“ sagði Trump að sögn Reuters. AFP segir að hann hafi einnig varað við blóðbaði ef hann sigrar ekki en ekki er vitað hvað hann átti við með þeim orðum.

Trump hefur verið ákærður í Georgíu fyrir að reyna að breyta úrslitum forsetakosninganna í ríkinu 2020.

Trump hrósaði einnig þeim stuðningsmönnum sínum sem sitja nú í fangelsi vegna þátttöku í árásinni á bandaríska þinghúsið í janúar 2021. Hann sagði þá vera „föðurlandsvini“ og „gísla“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“