fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Eyjan

Hvað gerist ef Joe Biden hættir við framboð?

Eyjan
Mánudaginn 12. febrúar 2024 07:00

Trump og Biden eru nú engin unglömb.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðræðan um getu Joe Biden, Bandaríkjaforseta, til að sigra Donald Trump í forsetakosningunum í nóvember færist sífellt í aukana. Mörg nýleg dæmi um minnisbrest forsetans hafa vakið athygli sem og skýrsla sem var birt í síðustu viku.

Biden er 81 árs og Trump er 77 ára. Það er því óhætt að segja að val Bandaríkjamanna um næsta forseta standi á milli tveggja aldraðra manna og má færa fyrir því rök að aldur þeirra sé farinn að hafa áhrif á hugræna getu þeirra.

Skýrslan sem um ræðir var gerð  í tengslum við sérstaka rannsókn á meintum tengslum Biden og sonar hans, Hunter Biden, við spillingarmál. Niðurstaðan er að ekki sé tilefni til að ákæra forsetann.

En það sem hefur vakið mesta athygli er að skýrsluhöfundar segja að Biden hafi lýst sjálfum sér sem „eldri manni með lélegt minni“.

Ekki bætir úr skák fyrir Biden að skoðanakannanir benda til að Trump muni bera sigur úr býtum í kosningunum í nóvember ef Biden verður andstæðingur hans. En það er engan uppgjafartón að greina hjá Biden sem heldur fast í þá fyrirætlun sína um að verða forsetaframbjóðandi Demókrata í haust.

En hvað gerist ef hið ótrúlega gerist og Biden ákveður sjálfur að hætta við framboð? Þessar spurningu var velt upp á vef Sky News nýlega.

Þar var bent á að aðeins Dean Phillips, frá Minnesota, etji kappi við Biden í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar. Hann er þó ekki talinn eiga neina möguleika í þeirri baráttu.

Nú þegar hafa nokkrar forkosningar farið fram og sigraði Biden í þeim öllum. Þess utan er framboðsfresturinn í mörgum ríkjum liðinn. Enn er hægt að skrá framboð sitt í 11 ríkjum og Washington D.C. en fresturinn rennur út á föstudag í þremur þeirra.

Ef Biden tilkynnir nú að hann sé hættur við framboð þá hafa aðrir enn tækifæri til að skrá sig og fá nafn sitt á kjörseðilinn. En þótt þeir geti það, þá geta þeir ekki tryggt sér meirihluta kjörmanna úr því sem komið er.

Þá kæmi til kasta landsfundar Demókrataflokksins sem fer fram í ágúst. Þar myndu vongóðir flokksmenn á borð við Kamala Harris, varaforseta, og Gavin Newsom, ríkisstjóra í Kaliforníu, væntanlega reyna að sannfæra fundarmennina 4.000 um ágæti sitt til að hljóta útnefningu þeirra. Það yrði einfaldlega kosið á landsfundinum um hver verður forsetaframbjóðandi flokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Skagi verður nýtt nafn móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar

Skagi verður nýtt nafn móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vanrækt pólitík og glötuð tækifæri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vanrækt pólitík og glötuð tækifæri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Foreldrar hafi ekki ótakmarkaðan rétt á að birta myndir af börnum sínum

Foreldrar hafi ekki ótakmarkaðan rétt á að birta myndir af börnum sínum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Íslenska leiðin er samráð í stað samkeppni

Sigmundur Ernir skrifar: Íslenska leiðin er samráð í stað samkeppni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Formannsslagurinn í KSÍ: Póstur frá kennara á Akureyri – skipuleg aðför að Guðna?

Formannsslagurinn í KSÍ: Póstur frá kennara á Akureyri – skipuleg aðför að Guðna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Er viss um að Katrín sé ánægð með Trump

Er viss um að Katrín sé ánægð með Trump