Repúblikanar í New Hampshire eru almennt mun hófsamari en samflokksmenn þeirra í öðrum ríkjum og reyndi Haley að taka sér stöðu fjarri Trump þegar hún ræddi við fundargesti.
Haley, sem var sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í forsetatíð Trump, hefur lengi sagt að hún „vilji ekki vera númer tvö“ og á föstudaginn sagði hún að hún hafi ekki í hyggju að verða varaforsetaefni Trump eða annarra.
„Ég vil ekki vera varaforseti neins. Það er ekki í dæminu,“ sagði hún að sögn Politico og Washington Post. „Ég hef alltaf sagt þetta. Þetta er spil, sem þeir spila, sem ég vil ekki spila. Ég vil ekki vera varaforseti,“ sagði hún.
Forval fer fram í New Hampshire á þriðjudaginn og velja þá bæði Repúblikanar og Demókratar þá sem þeir vilja sem forsetaefni sitt.
Forvalið í New Hamsphire gæti laðað fleiri miðjusækna kjósendur að sér en í öðrum ríkjum. Þetta eru kjósendur sem líkar ekki við orðræðu Trump, sem verður sífellt líkari því sem einræðisherrar láta sér um munn fara, né tilraunir hans til að láta ógilda úrslit forsetakosninganna 2020.