fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

„Ég verð ekki einræðisherra, nema fyrsta daginn“

Eyjan
Miðvikudaginn 6. desember 2023 19:00

Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa varað við afleiðingum þess ef Donald Trump verður kjörinn forseti Bandaríkjanna í forsetakosningunum í nóvember á næsta ári. Hafa margir gengið svo langt að segja að þá verði lýðræðið í hættu.

Trump vísar því á bug að hann verði einræðisherra ef hann nær kjöri. Hann kom inn á þetta á kosningafundi í Iowa í gærkvöldi þegar fundargestur spurði hann út í þetta.

„Nei, nei. Ekki nema fyrsta daginn,“ sagði Trump þegar hann var spurður hvort hann yrði einræðisherra.

Þar vísaði hann til þess að á fyrsta degi sínum í embætti muni hann nota völd sín sem forseti til að loka landamærunum að Mexíkó og til að heimila fleiri boranir eftir olíu.

Það eru ekki aðeins Demókratar sem hafa varað við að Bandaríkin geti breyst í einræðisríki ef Trump nær kjöri, því sumir samflokksmenn hans hafa haft sömu varnaðarorð uppi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Össur segir elda loga í Sjálfstæðisflokknum – „Hvenær sýður upp úr?“

Össur segir elda loga í Sjálfstæðisflokknum – „Hvenær sýður upp úr?“