fbpx
Þriðjudagur 05.mars 2024
Eyjan

Hildur segir frá hjónum sem eru alræmdar eyðsluklær – Ferð til Tene og nýtt sjónvarp

Eyjan
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hjóna­band Sam­fylk­ing­ar og Fram­sókn­ar er byggt á veik­um und­ir­stöðum. Hug­mynd­ir hjóna­efn­anna um framtíð heim­il­is­ins eru svo eðlisólík­ar að vart get­ur ráðahag­ur­inn orðið far­sæll og gæfu­rík­ur.“

Þetta segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Hildur er gagnrýnin á fjárhagsstöðu borgarinnar í grein sinni og líkir samstarfi meirihlutans við samstarf hjónanna Jóns og Gunnu sem eru alræmdar eyðsluklær.

„Um síðustu mánaðamót lentu þau í þó nokkr­um vand­ræðum. Ráðstöf­un­ar­tekj­ur þeirra hjóna dugðu ekki til að standa und­ir rekstri heim­il­is­ins. Með öðrum orðum, þau náðu ekki end­um sam­an. Við eld­hús­borðið ákváðu þau að draga sam­an segl­in og koma fjár­hag heim­il­is­ins í betra horf,“ segir Hildur og bætir við að næsta mánuðinn hafi þau hjónin ákveðið að ekki yrði neinn skyndi­biti, sjón­varps­áskrift­um yrði sagt upp og öll­um út­gjöld­um stillt í hóf.

„Til að tryggja fram­gang aðhalds­ins upp­lýstu þau fjöl­skyldu og vini um áformin. Nú skyldi sparað!“

Yfirlýsingar um sparnað urðu að engu

Hildur segir að snemma í mánuðinum hafi borist þau óvæntu tíðindi að Gunna myndi hljóta rausnarlega kaup­hækk­un.

„Svo rausn­ar­lega að all­ar fyrri yf­ir­lýs­ing­ar um aðhald og sparnað urðu að engu. Þau hjón keyptu ferð fyr­ir fjöl­skyld­una til Tenerife, keyptu stærra sjón­varp og nýja leikjatölvu, pöntuðu skyndi­bita oft­ar en áður og bættu við sig fleiri áskrift­um.“

Hildur segir að þessi mánaðamót muni endar ná saman hjá Jóni og Gunnu.

„Þau vita hins veg­ar að það er ekki vegna þess að dig­ur­barka­leg­ar yf­ir­lýs­ing­ar þeirra um sparnað hafi náð fram að ganga. Þvert á móti eyddu þau meira fé í óþarfa en nokkru sinni fyrr. Eina ástæða þess að dæmið geng­ur upp, er óvænt­ur tekju­auki heim­il­is­ins.“

Boðuðu mikla hagræðingu

Hildur snýr sér svo aftur í raunheima og segir að fyrir rúmu ári hafi þau válegu tíðindi borist að halli af rekstri borgarinnar vegna ársins 2022 myndi nema 15,6 milljörðum króna. Í kjölfarið hafi birst digurbarkalegar yfirlýsingar frá oddvita Framsóknarflokksins um að fram undan væru einhverjar mestu hagræðingaraðgerðir frá hruni.

„Nú, ári síðar, virðist rekstr­ar­halli borg­ar­sjóðs hafa dreg­ist sam­an. Hann fer úr rúm­um 15 millj­örðum niður í tæpa fimm millj­arða. Er það vegna yf­ir­lýstra hagræðing­araðgerða, eða af öðrum ástæðum?“

Hildur segir að þegar bet­ur er að gáð komi í ljós að yf­ir­lýst aðhald meiri­hlut­ans hafi engum árangri skilað. Útgjöld hafi blásið út langt um­fram verðlagsþróun og kjara­samn­ings­bundn­ar launa­hækk­an­ir. Þá hafi starfsfólki ekki fækkað þrátt fyrir boðaða fækkun stöðugilda.

„Eina ástæða þess að rekstr­ar­hall­inn dregst sam­an er gríðarleg­ur tekju­vöxt­ur borg­ar­inn­ar. Í ár hafa skatt­tekj­ur, jöfn­un­ar­sjóðstekj­ur og arðgreiðslur til borg­ar­inn­ar vaxið um tæp­lega 21 millj­arð milli ára. Sam­hliða hef­ur launa­kostnaður og rekstr­ar­kostnaður þyngst um sem nem­ur 11 millj­örðum. Marg­um­talaður 10 millj­arða viðsnún­ing­ur í rekstri borg­ar­inn­ar skýrist því ekki af hagræðingu – hann er sótt­ur beint í vasa skatt­greiðenda.“

Byggt á veikum undirstöðum

Hildur segir að ólíkt Jóni og Gunnu full­yrði meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar að viðsnún­ing­ur í rekstri borg­ar­inn­ar skýrist af hagræðingu og aðhaldi.

„Það er þó hverj­um sæmi­lega talnag­lögg­um ein­stak­lingi ljóst að borg sem eyk­ur út­gjöld í rekstri um 11 millj­arða milli ára hef­ur ekki hagrætt. Viðsnún­ing­ur­inn skýrist af óvænt­um tekju­auka,“ segir hún og klykkir út með þessum orðum:

„Hjóna­band Sam­fylk­ing­ar og Fram­sókn­ar er byggt á veik­um und­ir­stöðum. Hug­mynd­ir hjóna­efn­anna um framtíð heim­il­is­ins eru svo eðlisólík­ar að vart get­ur ráðahag­ur­inn orðið far­sæll og gæfu­rík­ur. Sam­bandið á raun­ar ým­is­legt sam­eig­in­legt með hjóna­bandi Jóns og Gunnu. Í báðum til­fell­um stýr­ast fjár­hags­leg­ar ákv­arðanir sjald­an af skyn­semi og áhugi á ábyrgri ráðstöf­un fjár­muna er tak­markaður – enda sam­an­standa bæði hjóna­bönd af al­ræmd­um eyðsluklóm.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bubbi vill Ólaf Jóhann á Bessastaði – „Hógvær, traustur, kurteis og kemur mjög vel fyrir“

Bubbi vill Ólaf Jóhann á Bessastaði – „Hógvær, traustur, kurteis og kemur mjög vel fyrir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Almennu launafólki verður gert að bera eitt byrðarnar“

„Almennu launafólki verður gert að bera eitt byrðarnar“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Grátbáðu Diljá Mist um áframhaldandi stuðning

Grátbáðu Diljá Mist um áframhaldandi stuðning
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Skagi verður nýtt nafn móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar

Skagi verður nýtt nafn móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágústa Johnson: Karlar sem lyfta byggja upp testósteron

Ágústa Johnson: Karlar sem lyfta byggja upp testósteron
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foreldrar hafi ekki ótakmarkaðan rétt á að birta myndir af börnum sínum

Foreldrar hafi ekki ótakmarkaðan rétt á að birta myndir af börnum sínum