fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Eyjan

Henry Kissinger er látinn

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 07:20

Henry Kissinger. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er látinn, 100 ára að aldri. Kissinger var utanríkisráðherra í forsetatíð Richard Nixon og síðar Geralds Ford á árunum 1973 til 1977.

Hann var ráðherra á miklum umbrotatímum í bandarískum stjórnmálum og sat hann til dæmis í embætti þegar Víetnam stríðinu lauk. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1973 ásamt Le Duc Tho frá Víetnam fyrir viðleitni sína til að binda enda á stríðið. Þá átti hann stóran þátt í að binda enda á Jom kippúr-stríðið, á milli Ísraels og bandalags arabaríkja undir forystu Egypta, haustið 1973.

Kissinger fæddist í Þýskalandi þann 27. maí árið 1923 en fjölskylda hans flúði til Bandaríkjanna árið 1938 þegar Nasistar voru við völd. Hann lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Harvard-háskóla árið 1954 en afskipti hans af stjórnmálum hófust árið 1957 þegar hann varð ráðgjafi Nelsons Rockefeller, fylkisstjóra New York.

Hann varð svo öryggisráðgjafi Nisxons þegar hann var kjörinn forseti árið 1968 og utanríkisráðherra sem fyrr segir árið 1973.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Ríkismiðlarnir snúa saman bökum

Svarthöfði skrifar: Ríkismiðlarnir snúa saman bökum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Málskotsrétturinn var virkur þegar Vigdís íhugaði að skrifa ekki undir EES

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Málskotsrétturinn var virkur þegar Vigdís íhugaði að skrifa ekki undir EES
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrún komin með nóg af bókhaldslykla-kraðaki og segir að borgin eigi ekki að rannsaka sig sjálf í umdeildu málunum

Kolbrún komin með nóg af bókhaldslykla-kraðaki og segir að borgin eigi ekki að rannsaka sig sjálf í umdeildu málunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Endurreisa þarf forgang almennings til orku hér á landi

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Endurreisa þarf forgang almennings til orku hér á landi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Umsækjandi um varaseðlabankastjórastöðu fékk tugmilljóna félag frá lögmanni sem rukkar bankann um hundruð milljóna

Umsækjandi um varaseðlabankastjórastöðu fékk tugmilljóna félag frá lögmanni sem rukkar bankann um hundruð milljóna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Mögnum tækifærin á hverjum stað og stækkum tækifæri okkar allra

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Mögnum tækifærin á hverjum stað og stækkum tækifæri okkar allra