fbpx
Fimmtudagur 29.febrúar 2024
Eyjan

Fær 4.197 krónur fyrir 35 tíma vinnu – „Hvernig getum við hagað okkur svona?“

Eyjan
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvernig getum við hagað okkur svona,“ spurði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í vikunni.

Þar gerði Guðmundur Ingi málefni fatlaðra hér á landi að umtalsefni og benti á að Alþingi bæri að tryggja fjárhagslega stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu, hvort sem það er í vinnu, hlutavinnu eða ekki í vinnu og tryggja því full og óskert mannréttindi.

Hann vísaði í nýleg ummæli Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sem sagði að í ársbyrjun hefðu frítekjumörk vegna atvinnutekna verið hækkuð út 110 þúsund krónum í 200 þúsund krónur á mánuði. Um hafi verið að ræða fyrstu hækkun á frítekjumarkinu frá árinu 2009, eða í tæp 14 ár.

„Spáið í það, 14 ár. Rétt uppreiknað væri frítekjumarkið vel yfir 400.000 kr. en ekki 200.000 kr. Það er alveg ótrúlegt fjárhagslegt ofbeldi en við skulum átta okkur á því að verst setta fatlaða fólkið okkar fær ekki krónu fyrir vinnu sína þrátt fyrir flottu frítekjumörkin þeirra. Nei, því sérstaka uppbótin skerðist um 65 aura á móti krónu og þá eru einnig keðjuverkandi skerðingar út í félagsbótakerfið sem taka allt,“ sagði Guðmundur Ingi og bætti við að ekki væri bara um fjárhagslegt ofbeldi að ræða.

„Ofbeldi gagnvart fötluðu fólki er því miður fjölbreytt. Það er ofbeldi gagnvart fólki í hjólastól. Það er borið út og fjölskyldur þeirra. Það er ofbeldi gagnvart fötluðum einstaklingi sem fær 120 kr. á tímann eða 4.197 kr. fyrir 35 klukkustunda vinnu. Hver myndi vilja vinna það? Það er ekkert annað en vinnuþrælkun og gróft fjárhagslegt ofbeldi af verstu gerð,“ sagði Guðmundur Ingi en fjallað var um það mál í sumar.

„Síðan verður fatlað fólk fyrir legnámi, hreppaflutningum, landflutningum landanna á milli, aftur til baka og aftur út og nú á að skilja fatlaðan einstakling í hjólastól frá fjölskyldu sinni, hann á að fá að vera heima en fjölskyldan á að fara út. Hvernig getum við hagað okkur svona? Ætlum við virkilega eftir 50 ár, þegar farið verður að rannsaka hvernig við högum okkur í dag, að verða dæmd fyrir það að hafa gengið á rétt fatlaðra og þurfa að borga sanngirnisbætur? Ég trúi því ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ágústa Johnson: Karlar sem lyfta byggja upp testósteron

Ágústa Johnson: Karlar sem lyfta byggja upp testósteron
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Foreldrar hafi ekki ótakmarkaðan rétt á að birta myndir af börnum sínum

Foreldrar hafi ekki ótakmarkaðan rétt á að birta myndir af börnum sínum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ragnar Þór sakar Sigríði um að segja ósatt

Ragnar Þór sakar Sigríði um að segja ósatt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Formannsslagurinn í KSÍ: Póstur frá kennara á Akureyri – skipuleg aðför að Guðna?

Formannsslagurinn í KSÍ: Póstur frá kennara á Akureyri – skipuleg aðför að Guðna?