fbpx
Mánudagur 04.mars 2024
Eyjan

Ekkert til að milda höggið, engin leigubremsa og stjórnlaust Airbnb-brask – „Ríkisstjórnin er að henda 5000 heimilum út úr vaxtabótakerfinu“

Eyjan
Mánudaginn 27. nóvember 2023 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á lækkun vaxta- og húsnæðisbóta, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Samkvæmt fyrirliggjandi fjárlögum muni 5.000 heimilum vera hent út úr vaxtabótakerfinu á næsta ári, þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti. Innviðaráðherra segir aðstæður vandasamar og því sé nauðsynlegt að vera á tánum. Heimili geti ráðið verið greiðslubyrði sína án þess að treysta á bætur frá honu opinbera. 

Hvernig á að milda höggið?

Fyrirspurninni beindi hún til Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra.

„Hvað er ríkisstjórnin að gera til að milda höggið fyrir venjulegt fólk á húsnæðismarkaði,“ spurði Kristrún og bætti við að með lækkun á húsnæði- og vaxtabótum sé „ríkisstjórnin að henda 5000 heimilum út úr vaxtabótakerfinu.“

Velti Kristrún fyrir sér hvort það kæmi til greina hjá innviðaráðherra að samþykkja breytingatillögu Samfylkingarinnar sem myndi tryggja að húsnæðis- og vaxtabætur fari ekki lækkandi milli ára, í ljósi aðstæðna á húsnæðismarkaði.

„Leiðir háttvirts þingmanns og hennar flokks hafa gjarnan verið að hækka bætur endalaust, sem er eftirspurnarhvetjandi, sem býr til meiri þörf fyrir enn meiri bætur og er í raun og veru ekki lausnin á vandamálinu,“ sagði Sigurður Ingi í svari sínu. Fólk muni ráða við greiðslubyrði sína og þurfi ekki að lifa af bótum og bótahugsun frá hinu opinbera.

Framlag ríkisins til vaxtabóta samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi til fjárlaga fyrir 2024, mun lækka um 700 milljónir, en að nafnvirði er lækkunin meiri að raunvirði vegna verðbólgu. Húsnæðisbætur til leigjenda lækka einnig um 500 milljónir að nafnvirði (úr 9,6 í 9,1 milljarð).

Engin leigubremsa og engin stjórn á Airbnb

Kristrún velti í fyrri ræðu sinni fyrir sér hvenær rétti tíminn væri kominn fyrir róttækar aðgerðir til að bregðast við aðstæðum á húsnæðismarkaði. Hvað ætli ríkisstjórnin að gera til að milda höggið af verðbólgunni og stýrisvöxtum fyrir venjulegt fólk.

„Engin leigubremsa. Engin stjórn á Airbnb. Ekkert frumvarp frá innviðaráðherra ennþá til að styrkja réttarstöðu leigjenda, þrátt fyrir margítrekuð loforð frá gerð síðustu kjarasamninga.

Og það sem er kannski verst á þessum tímapunkti er að nú hefur ríkisstjórnin kynnt fjárlög þar sem húsnæðisbætur lækka og vaxtabætur lækka – um 25 prósent á milli ára.“

Þar með sé 5000 heimilum hent út úr vaxtabótakerfinu. Vextir hækki en opinber stuðningur lækki.

„Ég spyr: Hvers konar skilaboð eru þetta til launafólks fyrir kjarasamninga í vetur? Á erfiðum tímum þegar þrengist um á húsnæðismarkaði er beinlínis ótrúlegt að ríkisstjórnin sé að lækka húsnæðisbætur til leigjenda og henda 5000 heimilum út úr vaxtabótakerfinu.“

Sigurður sagði í fyrra svari sínu að auðvitað viti Kristrún hvað sé að gerast í Seðlabankanum, enda hafi hún unnið þar. Síðustu mánuði hafi aðstæður á Íslandi versnað og þurfi allir að vera á tánum. Því sé mikilvægt að fjárlög séu skynsöm og til þess fallin að styðja við peningastefnu Seðlabankans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Almennu launafólki verður gert að bera eitt byrðarnar“

„Almennu launafólki verður gert að bera eitt byrðarnar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Kirkjan okkar, Ísland

Steinunn Ólína skrifar: Kirkjan okkar, Ísland
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Skagi verður nýtt nafn móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar

Skagi verður nýtt nafn móðurfélags VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vanrækt pólitík og glötuð tækifæri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Vanrækt pólitík og glötuð tækifæri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ágústa Johnson: Kerfið bregður fæti fyrir forvarnarstarf í einkageiranum – of mikið álag á heilsugæsluna

Ágústa Johnson: Kerfið bregður fæti fyrir forvarnarstarf í einkageiranum – of mikið álag á heilsugæsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágústa Johnson: Íslendingar ein feitasta þjóð í heimi þrátt fyrir að vera hvað duglegastir að mæta í ræktina

Ágústa Johnson: Íslendingar ein feitasta þjóð í heimi þrátt fyrir að vera hvað duglegastir að mæta í ræktina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foreldrar hafi ekki ótakmarkaðan rétt á að birta myndir af börnum sínum

Foreldrar hafi ekki ótakmarkaðan rétt á að birta myndir af börnum sínum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Íslenska leiðin er samráð í stað samkeppni

Sigmundur Ernir skrifar: Íslenska leiðin er samráð í stað samkeppni