fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

„Ég tel að við séum kom­in að þeim tíma­punkti að stutt sé í næsta hrun heim­ila og fjöl­skyldna“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Hafsteinsson, íbúi í Reykjanesbæ og pistlahöfundur í Morgunblaðinu, segir að kannski hefði bara verið betra fyrir íslensk heimili, ellilífeyrisþega og öryrkja að vera áfram undir dönsku krúnunni. Sigurjón hefur fengið nóg af stöðunni hér á landi og telur að stutt sé í næsta hrun heimila.

Sigurjón skrifar aðsenda grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann birtir áskorun sem hann skrifaði á dögunum til formanna VR, Eflingar og VLFA á Facebook.

Spurði hann þessa forystumenn hvort viðkomandi væri tilbúinn að standa með undirskriftalista á Ísland.is með áskorun á Alþingi þess efnis að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni og setja lög á Seðlabanka Íslands þess efnis að festa vexti í 3%.

„Við þetta má bæta að af­nema ætti strax krónu-á-móti-krónu-skerðingu á elli­líf­eyr­isþega og ör­yrkja, gef­um þessu góða fólki tæki­færi á að skapa sér tekj­ur meðan það hef­ur heilsu og vilja til án þess að slíkt skapi skerðingu bóta fyr­ir viðkom­andi.“

Gat komið á fleyið

Sigurjón telur að ef nægur fjöldi undirskrifta myndi berast kæmi þrýstingur á stjórnvöld að gera rétt fyrir skuldug heimili og fjölskyldur landsins, leigjendur, öryrkja og ellilífeyrisþega. Hann telur að framhaldið sé ekki sérstaklega bjart hér á landi.

„Ég tel að við séum kom­in að þeim tíma­punkti að stutt sé í næsta hrun heim­ila og fjöl­skyldna með sama áfram­haldi, ég er þess reynd­ar full­viss að Alþingi, Hags­muna­sam­tök heim­il­anna, umboðsmaður skuld­ara o.fl. hags­muna­hóp­ar séu al­veg meðvituð um stöðuna en því miður ger­ist ekki neitt þrátt fyr­ir að við eig­um öll að vera á sama báti. Nú er kom­in sú stund að gat er komið á fleyið og henda skal björg­un­ar­bátn­um út, engu að síður er eins og það hafi aldrei verið gert ráð fyr­ir slík­um björg­un­ar­pakka fyr­ir of­an­greinda hópa fólks og segja mér fróðari menn að það ger­ist ekki neitt meðan björg­un­ar­stjór­inn um borð er hand­bendi vog­un­ar­sjóða hrægamma og annarra sér­hags­muna­hópa, skilj­an­lega, vildi ein­hver sagt hafa.“

Líkir Íslandi við Kúbu

Sigurjón segist eflaust ekki vera einn um það að hafa velt fyrir sér muninum á Íslandi, sem oft er nefnd Kúba norðursins, þegar líkja á saman stjórnarháttum, réttlæti og lýðræði þessara landa. Eftir að hafa fagnað fullveldi þjóðarinnar undan dönsku krúnunni hafi ein mesta stéttaskipting hafist sem sögur fara af. Nefnir hann fiskveiðiauðlindina í því samhengi. Segir hann að Ísland ætti vel að gera verið ein auðugasta þjóð heims með gleðistuðul upp á 10.

„Þess í stað er ansi margt í innviðum og grunnþjón­ustu okk­ar þjóðar sem minn­ir á sam­hengið Ísland sem Kúba norðurs­ins, t.a.m. mál­efni sem snúa að vaxta­okri fjár­mála­stofn­ana, sem er ekki neitt annað en bein árás gegn heim­il­um og fjöl­skyld­um, elli­líf­eyr­isþegum og ör­yrkj­um.“

Sigurjón segir það verra að fólk er orðið svo meðvirkt um stöðuna en enginn geri neitt til að sporna við þróuninni.

„Hver veit, kannski hefði bara verið betra fyr­ir ís­lensk heim­ili, elli­líf­eyr­isþega og ör­yrkja að vera áfram und­ir dönsku krún­unni með verðbólgu und­ir einu pró­senti eins og staðan er í dag þar sem all­ir eru ánægðir, óháð ætt, stöðu eða inni­stæðu banka­reikn­ings hvers og eins. Er ekki kom­inn tími til að þjóðin gyrði sig í brók og standi sam­an gegn þess­ari þróun sem átt hef­ur sér stað?“

Sigurjón segir að lokum að boltinn sé hjá forystu verkalýðsins. „Lát­um ekki bjóða okk­ur krón­ur eða pró­sent­ur í kom­andi kjara­samn­ing­um meðan maður­inn í Seðlabank­an­um tek­ur það marg­falt til baka sem beina gjald­töku á kostnað kjara­samn­ings til handa litla launa­mann­in­um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast