fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Sara Lind gagnrýnir vildarpunktaóða þingmenn – „Persónulegur ávinningur á ekki og má ekki hafa hér áhrif“

Eyjan
Laugardaginn 21. október 2023 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Lind Guðbergsdóttir, forstjóri Ríkiskaupa, segir ómögulegt að hafa eftirlit með því hvort þingmenn og starfsmenn ríkisins séu að nýta sér það að geta skráð á sig vildarpunkta hjá Icelandair fyrir farmiða sem greiddir eru með opinberu fé. Hins vegar sé það sjálfsögð krafa að einkahagsmunir opinberra starfsmanna séu ekki að stýra því við hvaða flugfélag sé skipt og við endurskoðun á rammasamningi um flugfargjöld verði gagnrýni á þetta fyrirkomulag höfð í huga.

Sara Lind skrifar í færslu á Linkedin að í ljósi umræðu sem skapast hefur um vildarpunktasöfnun þingmanna hjá Icelandair, þurfi að koma nokkrum atriðum á hreint.

Réttmæt gagnrýni en erfið viðureignar

Hér sé verið að gagnrýna að opinberir starfsmenn geti skráð upplýsingar um vinnuferðir hjá Saga Club og fengið fríðindi í formi vildarpunkta sem tengdir eru þeirra persónu. Forstjóri Play hefur bent á að þessi möguleiki skapi óeðlilegan hvata fyrir opinbera starfsmenn að velja Icelandair frekar en önnur félög. Eins hafi verið bent á að hægt væri að koma í veg fyrir þennan hvata með því að nota óháða bókunarþjónustu.

Sara Lind bendir á að það sé óháður aðili, Ríkiskaup, sem geri rammasamning um flugfargjöld sem opinberum stofnunum er skylt að nota þegar flug er bókað. Gildandi samningur er skammtímasamningur og einu bjóðendur eru íslensku félögin, Icelandair og Play. Markmið samningsins sé að fá hagkvæmasta verðið í flugfargjöld.

„Gagnrýnin sem hefur komið fram er fullkomlega réttmæt og ég ætla ekki að halda öðru fram en að það kunni að skapa freistnivanda hjá starfsfólki þegar það er að bóka flug að kaupa flugið heldur hjá þeim aðila sem býður þeim möguleikann á hlunnindum sem það getur síðar nýtt til persónulegra nota.

En hvað er hægt að gera?“

Á ekki og má ekki

Sara Lind segir að bókunarþjónusta væri ekki lausnin því eftir sem áður geti starfsfólk skráð upplýsingar um flug í vildarkerfið að flugi loknu og ekki „vinnandi vegur að hafa eftirlit með því“.

Þó verði að gera þá sjálfsögðu kröfu að starfsmenn hjá hinu opinbera velji hagkvæmasta kostinn í öllum tilvikum.

„Persónulegur ávinningur á ekki og má ekki hafa hér áhrif. Það er mikilvægt að stofnanir ríkisins brýni það fyrir sínu fólki að hvatar eins og þeir sem að framan er lýst mega ekki hafa áhrif á val.“

Sara Lind tekur fram að rammasamningurinn sé nú í endurskoðun og samhliða verður metið hvort bókunarþjónusta sé raunhæfur kostur.

„Það er óumflýjanlegt að þessi atriði komi þar til skoðunar enda markmiðið að ná fram hagkvæmum verðum og efla samkeppni á sama tíma og við gætum að jafnræði aðila.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast