fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Um 70% aðspurðra vilja að Bjarni hætti sem ráðherra

Eyjan
Föstudaginn 13. október 2023 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 70% aðspurða eru á þeirri skoðun að Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, eigi að stíga skrefið til fulls og hætta alfarið sem ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá Maskínu þar sem afsögn ráðherrans var borin undir þátttakendur. Í henni kemur fram að 13% vilja að Bjarni setjist í annan ráðherrastól, tæp 3% vilja að hann dragi í afsögn sína tilbaka og rúmlega 13% er nákvæmlega sama um hvaða skref hann tekur.

Eins og alþjóð veit tilkynnti Bjarni um afsögn sína sem fjármála- og efnhagsráðherra á blaðamannafundi í byrjun vikunnar. Tilefnið var álit umboðsmanns Alþingis um að ráðherrann hefði brostið hæfi við sölu á 22,5% eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í mars 2022 en félag í eigu föður Bjarna var meðal kaupenda.

Í áðurnefndri Maskínu-könnun er ákvörðunin sjálf borin undir þátttakendur og voru 80% mjög sammála eða sammála ákvörðun Bjarna. Tæplega 14% höfðu enga skoðun á afsögninni og rétt rúmlega 6% þátttakenda voru ósammála ákvörðun hans.

Ekki þarf að koma á óvart að stuðningsmenn þeirra flokka sem sitja í minnihluta á Alþingi voru mjög ánægðir með afsögn Bjarna og vilja að hann hætti alfarið sem ráðherra. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins voru á annarri skoðun en þó vilja tæplega  25% að hann hætti sem ráðherra en um 43 % eru á þeirri skoðun að hann eigi að taka við öðru ráðuneyti. 20% er alveg sama og rúm 12% vilja að hann dragi afsögnina tilbaka.

Hver niðurstaðan verður kemur í ljós á morgun en ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar kl.11 á morgun.

Könnunin fór fram dagana 12. til 13.október 2023 og voru svarendur 916 talsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“