fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Eyjan

Diss Áslaugar ekki góð eftirherma – „Þetta virðist eiga að vera fyndið. En þetta er ekki fyndið“

Eyjan
Föstudaginn 13. október 2023 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjávarútvegsdagurinn var haldinn hátíðlegur í Hörpunni fyrir viku síðan. Sú hátíð skilar sér sjaldan í stórum fyrirsögnum og ákvað Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra að bæta úr því. Nýtti hún því tilefnið til að skjóta í ávarpi sínu föstum skotum á kollega sinn í ríkisstjórn, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra.

Áslaug rakti hin ýmsu vandamál sem sjávarútvegurinn horfist í augu við þessa daganna. Samnefnarinn að baki þeim öllum væri Svandís. Vandamálin voru til dæmis gullhúðun íslenskra stjórnvalda, hvernig haldið er á hvalveiðum, sjókvíaeldi og framferði Samkeppniseftirlitsins.

„Ég gæti líka rætt samnefnarann yfir þetta flest. Svandísi Svavarsdóttur sem situr með mér í ríkisstjórninni, ríkisstjórninni sem þið auðvitað elskið öll svo heitt og innilega. Um hana get ég sagt eitt, semsagt ríkisstjórnina ekki Svandísi: Þessi ríkisstjórn er skárri með Sjálfstæðisflokkinn í henni en án hans.“

Djóka eins og Davíð

Þetta skot vakti töluverða athygli enda ekki á degi hverjum að ráðherra skjóti með þessum hætti á annan ráðherra í sömu ríkisstjórn, og hvað þá á sjávarútvegsdeginum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sá því tilefni til að ræða við Áslaugu og benti henni á að vanda sig er hún ræðir um samstarfsmenn sína. Áslaug sjálf segir að ummæli hennar hafi verið sett í annað samhengi en hún ætlaði þeim, sem væri leitt. Hafði Áslaug rætt við Svandísi, en sú síðarnefnda hafi ekki verið sátt, en sagðist Áslaug þó ekki sjá eftir ræðu sinni.

Hefur Áslaug síðan setið undir ámæli almennings fyrir að nýta sér sal fullan af útgerðarmönnum til að sparka í sitjandi ráðherra málaflokksins og slá sig til riddara. Fjölmiðlamaðurinn Snorri Másson, telur sig þó geta skýrt hvað vakti fyrir Áslaugu þennan örlagaríka Sjávarútvegsdag. Hann gerir grein fyrir kenningu sinni í yfirferð um fréttir vikunnar inn á ritstjori.is.

Þarna hafi Áslaug reynt að feta fótspor Davíðs Oddssonar sem hafi gjarna í ræðum skotið föstum skotum á andstæðinga sína, með gamansömum hætti. Til samanburðar spilar Snorri upptöku af ræðu Áslaugar og setur í samhengi við upptökur af landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2009 þar sem Davíð reitti af sér brandarana. Munurinn á milli þessara tveggja sjálfstæðismanna sé að salurinn þagði þegar Áslaug skaut á Svandísi, en kútveltist af hlátri þegar Davíð kallaði Jóhönnu Sigurðardóttur álf út úr hól.

„Sko, þarna er Áslaug að dissa vinstrisinnaðan sjávarútvegsráðherra í fullum sal af útgerðarmönnum, en samt heyrir maður engan hlátur. Þetta ætti að vera frekar auðveldur salur, en þetta virðist ekki slá í gegn. Það getur verið að það sé spurning um hljóðnema og svona. En það virðist ekki vera, heldur virðist fólki bara ekki finnast þetta neitt fyndið. Þetta er heldur ekkert það fyndið. Þetta virðist eiga að vera fyndið. En þetta er ekki fyndið. Og ég segi það ekki í sömu merkingu og sumir sárir vinstrimenn segja að „það sé bara aldrei fyndið að tala svona um fólk” – ég held að þetta væri alveg fyndið ef þetta væri fyndið. Vandamálið er bara að þetta er ekki fyndið.

Það sem er hins vegar fyndið er að Áslaug var sökuð um að vera að herma eftir Davíð Oddssyni með því að vera með svona diss. En þetta er þá ekki góð eftirherma, af því að Davíð Oddsson, hann er nefnilega fyndinn. Nú er ég of ungur til að hafa verið fórnarlamb Davíðs sem stjórnmálamanns, en svona hlutlaust ef maður horfir á sumt sem hann sagði, þá var það óneitanlega oft nokkuð fyndið.“

Spilaði Snorri brot úr áðurnefndri ræðu Davíðs á landsfundinum 2009 þar sem hann rakti með gamansömum hætti hvernig vinstri stjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna hafi leitað eftir norskum lausamanni úr verkamannaflokknum og viljað slíkan sendan til landsins með hraði, helst einhvern sem norski verkamannaflokkurinn þoldi að missa. Þá  hafi verið fundinn svo óþekktur aðili að ekki einu sinni Google hafi kunnað á honum deili og honum komið inn í Seðlabankann. Þar fjallaði Davíð um Svein Harald Oygaard, fyrrum Seðlabankastjóra. Davíð gantaðist í annarri klippu með Jóhönnu Sigurðardóttur og með Össur Skarphéðinsson og Björgvin Sigurðsson í enn annarri.

Snorri rekur að þarna sé á ferðinni málefnaleg gagnrýni. Þarna hafi verið erfiðir tímar hjá þjóðinni eftir efnahagshrunið, en því verði þó ekki neitað að það sé meiri stemning yfir stjórnmálunum. Fyrirmenn þjóðarinnar hafi verið ómálefnalegir þannig að það hitti í mark og framkallaði bros. Ekki yfir markið eins og hjá Áslaugu sem hafi framkallað pirring og klígju. Davíð hafi gengið svo langt að semja litla níðvísu um vinstri stjórnina. Mögulega sé það ekki til eftirbreytni í dag, nema það sé til þess fallið að glæða pólitíkina aftur gleði.

Horfa má á fréttir vikunnar með Snorra Mássyni í fullri lengd inn á ritstjori.is.

ritstjori.is
play-sharp-fill

ritstjori.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Hide picture