fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Bjarni Ben birtir mynd: Vísbending um það sem koma skal?

Eyjan
Miðvikudaginn 11. október 2023 10:15

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktssyni, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, birti stutta færslu með mynd á Facebook-síðu sinni í morgun.

Gustað hefur um Bjarna að undanförnu, en eins og kunnugt er tilkynnti hann afsögn sína sem fjármálaráðherra í gærmorgun eftir að álit umboðsmanns Alþingis um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka var birt.

„Gengið undir Reykjanesbraut í morgunsárið,“ sagði Bjarni og birti mynd sem tekin var í undirgöngum í morgun. Óvíst er hvort einhver leynileg skilaboð sé að finna í færslu Bjarna, til dæmis hvort þetta þýði að hann muni taka við innviðaráðuneytinu sem fer meðal annars með samgöngumál.

Bjarni virðist að minnsta kosti sjálfur ekki útiloka neitt og telja margir nokkuð víst að hann setjist í annan ráðherrastól.

„Ég tók eina ákvörðun í [gær] og ég á eftir að taka ýmsar aðrar ákvarðanir, en ég útiloka það alls ekki að ég verði áfram í ríkisstjórninni,“ sagði Bjarni í forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag.

Miðað við athugasemdir undir færslu Bjarna telja ýmsir að myndin sé einfaldlega vísun í betri tíma hjá formanni Sjálfstæðisflokksins. „Það er ljós við enda ganganna,“ sagði einn og annar bætti við: „Það er bjart framundan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast