fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Rétturinn til að eiga bíl í þessari borg kostar 10 milljónir króna

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 5. október 2023 22:00

Það er ekki fyrir alla að eiga bíl í Singapúr.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki fyrir hvern sem er að eiga bíl í borgríkinu Singapúr í Suðaustur-Asíu. Sá sem vill eiga bíl þarf að punga út að lágmarki 104 þúsund singapúrskum dollurum, eða 10,5 milljónum króna á núverandi gengi. Svo þarf að kaupa bílinn.

Fyrirkomulagið er þannig að fólk kaupir sér leyfi sem gildir í tíu ár. Verðið á þessum leyfum hefur hækkað umtalsvert á undanförnum árum og hækkar eftir stærð og vélarstærð ökutækja.

CNN greinir frá því að þessu kvótakerfi hafi verið komið á árið 1990 til að takmarka bílaumferð og mengun í borginni sem telur 5,9 milljónir íbúa.

Ekki eru allir á eitt sáttir við þetta háa verð og eru bílasalar í þeim hópi. Ricky Goh segir að hann hafi næstum fallið í yfirlið þegar hann sá verðhækkanirnar á dögunum. „Salan hefur verið mjög léleg og þetta er ekki til að bæta ástandið.“

Í ljósi þess að leyfið kostar rúmar 10 milljónir króna nýta langflestir íbúar sér almenningssamgöngur til að komast á milli staða. Þá nota einnig margir íbúar létt bifhjól en tíu ára leyfi fyrir slík hjól kosta rétt rúmlega eina milljón króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast