Helga Vala hefur setið á þingi frá árinu 2017 og var meðal annars formaður þingflokks Samfylkingarinnar árin 2021 – 2022. Í viðtalinu er Helga Vala meðal annars spurð um hvort að orðrómur um deilur við Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingar, hafi haft eitthvað með ákvörðunina að gera en hún blæs á þær kjaftasögur.
„Þótt það sé vinsælt að teikna upp þá mynd að tvær konur geti ekki verið saman í herbergi, þá er það bara ekki rétt og brottför mín hefur ekkert með hana að gera,“ segir Helga Vala.