fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

María Rut snýr aftur í aðstoðarmannsstarfið – „Á skemmtilegasta völlinn með skemmtilegustu konunni“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 24. ágúst 2023 13:40

Þorgerður Katrín og María Rut Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Rut Kristinsdóttir kynningarstjóri UN Women hefur sagt starfinu lausu, og mun hún taka aftur við starfi aðstoðarmanns Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. María Rut fór til starfa hjá UN Women í mars í fyrra og var þar áður aðstoðarmaður Þorgerðar í fjögur ár.

María Rut segir í færslu á Facebook að kominn sé tími til að „stíga aftur inn á skemmtilegasta völlinn, með skemmtilegustu konunni, þingflokknum og starfsliðinu. “

Segist hún sannfærð um að „að erindi Viðreisnar hafi sjaldan verið mikilvægara en akkúrat núna. Með fjórtándu vaxtahækkuninni sem bítur okkur öll, óreiðunni í ríkisfjármálunum, biðlistum í allri grunnþjónustu, vaxandi pólaríseringu og sundrungu. Þar þurfum við Viðreisn, sterka Viðreisn.“

Segir María Rut að stundum sé nauðsynlegt að stíga út til að koma öflugri til baka og þakkar hún UN Women fyrir allt. María Rut hefur undanfarið verið í fæðingarorlofi með Ingileif Friðriksdóttur, eiginkonu sinni og segist hún spennt að taka aftur við gamla starfinu:

„Ég er spennt og glöð að taka aftur við aðstoðarmannahlutverkinu. Það var svo sem ákveðið snemma á árinu að ég myndi koma til baka, en ég var svo lánsöm að fá að eiga fjóra góða mánuði með Hrafndísi okkar og Ingileif í fæðingarorlofi. Enda ekkert í heiminum dýrmætara en nákvæmlega það.“

Hvetur María Rut þá sem pæla í pólitík til að taka þátt og láta sig samfélagið varða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast