fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Tekjur Íslendinga 2022: Tekjuhæsti forstjórinn í Kauphöllinni fimmfaldaði laun sín á síðasta ári en er þó aðeins hálfdrættingur á við þann launahæsta árið áður

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. ágúst 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laun margra forstjóra hafa sveiflast talsvert milli ára og greinilegt er að áhrif kaupréttarsamninga á tekjur forstjóra fyrirtækja í íslensku Kauphöllinni eru mikil.

Eyjan skoðaði tekjur forstjóra skráðra fyrirtækja í Nasdaq-Ísland kauphöllinni. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, var tekjuhæsti forstjórinn árið 2021 með yfir 41 milljón í launatekjur á mánuði. Á síðasta ári drógust laun hans saman um ríflega 80 prósent og mánaðartekjur hans í fyrra voru 8,1 milljón.

Hástökkvarinn í Kauphöllinni í fyrra var Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, sem á síðasta ári tók við starfi forstjóra SKEL fjárfestingafélags. Mánaðartekjur hans hækkuðu um nærri 400 prósent milli ára og mánaðarlaunin í fyrra voru 20,5 milljónir. Áður gegndi Ásgeir Helgi starfi aðstoðarbankastjóra Arion banka og gera má ráð fyrir að stór hluti tekna hans á síðasta ári tengist uppgjöri kaupréttarsamninga.

Að sama skapi má draga þá ályktun að himinháar tekjur Árna Odds Þórðarsonar á árinu 2021 tengist nýtingu kaupréttar.

Nokkrir lækkuðu í launum

Aðrir forstjórar sem lækkuðu verulega í launum á síðasta ári eru Margrét B. Tryggvadóttir, forstjóri Nova, sem lækkar milli ára úr 9,3 milljónum á mánuði í 3,8 milljónir, eða um 59 prósent, og Finnur Oddsson, forstjóri haga, sem lækkar úr sjö milljónum í 5,3 milljónir á mánuði, eða um 24 prósent.

Þá lækkuðu laun Birnu Einarsdóttur, fyrrverandi forstjóra Íslandsbanka, úr 4,2 milljónum í 3,5 milljónir, eða um 17 prósent, en Birna lét af starfi bankastjóra nú í sumar vegna brota bankans við útboð á hlutum í bankanum á síðasta ári og var leyst út með árslaunum.

Ásta S. Fjeldsteð, sem var ráðin forstjóri Festi í ágúst á síðasta ári lækkaði úr 4,4, milljónum á mánuði í 3,8 milljónir, eða um 13 prósent. Skýringin á þeirri lækkun kann að liggja í því að hún fór í barneignarleyfi síðasta haust.

Aðrir forstjórar sem lækkuðu í launum voru Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sem lækkaði úr 5,3 milljónum í 4,8 milljónir, eða um tæp níu prósent, Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, sem lækkaði úr 4,6 milljónum í 4,2 milljónir, eða um tæp 10 prósent, og Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár, sem lækkaði úr tæpum 4,2 milljónum í fjórar milljónir, eða um fjögur prósent.

Sjá einnig: Ráðherrar lækka flestir í launum en Jón Gunnarsson er tekjuhæstur og Katrín með margfaldar fjármagnstekjur á við Bjarna

Fleiri fengu launahækkun

Hinir voru þó fleiri sem hækkuðu í launum og sumir fengu mikla hækkun.

Sem fyrr segir var hástökkvari Kauphallarinnar í launahækkun Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL, sem hækkaði úr 4,2 milljónum í 20,5 milljónir, eða um 384 prósent. Aðrir sem fengu myndarlega launahækkun á síðasta ári voru Orri Hauksson, forstjóri Símans, sem hækkaði úr 5,4 milljónum í 7,6 milljónir, eða um 41 prósent, Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, sem hækkaði úr 3,5 milljónum í 4,7 milljónir, eða um 36 prósent og Benedikt Gíslason, forstjóri Arion banka, sem hækkaði úr 4,5 milljónum í 5,5 milljónir, eða um 22 prósent. Ætla má að tekjuhækkun Orra Haukssonar sé árangurstengd, en á síðasta ári lauk Síminn sölunni á Mílu, sem skilaði hluthöfum fyrirtækisins miklum ávinningi. Salan á Mílu var valin viðskipti ársins af dómnefnd Markaðarins á Fréttablaðinu á síðasta ári.

Launahækkanir annarra forstjóra í Kauphöllinni voru á bilinu 3-14 prósent og algeng mánaðarlaun um eða yfir fjórar milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast