fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Ásmundur segir Jón Óskar og Vísi draga persónu sína í svaðið – „Viðbjóðslegar ávirðingar“

Eyjan
Laugardaginn 6. maí 2023 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur nýlega stofnað fyrirtækið Þingmannaleið, utan um leiðsögn fyrir ferðamenn um Vestmannaeyjar í sumar. Meðal annars hefur Vísir greint frá þessu, en Ásmundur segir að leiðsögnin verði ekki fullt starf og að sumarið verið aðaltíminn.

Þessi væntanlega aukavinna Ásmundar hefur vakið gagnrýni og þá helst á Facebook-síðu listamannsins og Vestmannaeyingsins, Jóns Óskars, sem kallar þetta siðleysi:

„Þingmaður á fullum launum fer í samkeppni við veikburða ferðaþjónustu í Eyjum og kominn á rútu af því að hann er svo flinkur bílstjóri. Á hann ekki frekar að liggja yfir þingskjölum og huga að ýmsu sem betur má fara í hans kjördæmi.“

Ýmsir hafa gagnrýnt Ásmund harðlega fyrir aukadjobbið í ummælum undir færslu Jóns Óskars en Ásmundur svarar fyrir sig í grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir hann:

„Jón Óskar Haf­steins­son listamaður fór mik­inn í færslu á fés­bók­arsíðu sinni og sakaði mig um að fara gegn „veik­b­urða ferðaþjón­ustu í Vest­manna­eyj­um.“ En það komst í frétt­irn­ar að ég ætlaði að láta gaml­an draum um per­sónu­lega leiðsöguþjón­ustu ræt­ast á kom­andi sumri. Jón Óskar opnaði leið fyr­ir skít­kast í minn garð, viðbjóðsleg­ar ávirðing­ar, sem segja meira um þá sem slíkt láta frá sér fara en mig.“

Ásmundur bendir á að fjöldi þingmanna hafi sinnt öðrum störfum samhliða þingmennsku af hinu ýmsa tagi, án athugasemda. Að það virðist gilda annað um hann, segir Ásmundur, og lýsir aukastarfinu sem smáu í sniðum:

„En það þykir ekki til­töku­mál að saka mig um siðleysi ætli ég mér að ferðast með 1-4 ein­stak­linga í ferð til Vest­manna­eyja og segja þeim frá Eyj­um og sögu þeirra. Það var ekki siðleysi þegar ég fór á sjó eða stundaði ýmis sam­fé­lags­leg verk­efni, það er kannski ekki nógu fínt fyr­ir þá sem illa eru haldn­ir af mal­bik­seitrun þétt­býl­is­ins.“

Ásmundur harðneitar því að þessi rekstur hans vegi að ferðamennsku í Vestmannaeyjum. Hann segist ekkert ætla að taka frá þeim sem stunda ferðamennsku þar:

„Ég er ekki að taka neitt frá nein­um og finn fyr­ir mikl­um stuðningi frá Eyja­mönn­um. Veit ekki til þess að fyr­ir­tæki í Eyj­um eða Eyja­menn ætli að vera með ein­stak­lings­miðaða ferðaþjón­ustu á þeim vett­vangi sem ég ætla að hasla mér völl á. Ég mun ekki koma til Eyja og taka eitt­hvað frá þeim sem þar vinna í ferðaþjón­ustu. Ég mun færa þeim ferðmenn sem eyða þar fjár­mun­um í upp­lif­an­ir, mat og minja­gripi. Hvaða siðleysi er í því? Ég hafði líka haft áhuga á því að heim­sækja lista­menn sem þar búa og starfa. Eru marg­ir að sinna því, eða er það siðlaust? Er þetta árás á veik­b­urða ferðaþjón­ustu? eins og Jón Óskar kýs að kalla þessa blóm­legu at­vinnu­grein í Eyj­um.“

Ásmundur er einnig ósáttur við framsetningu Vísis á málinu sem hann segir draga persónu sína niður í svaðið:

„Fram­setn­ing starfs­manns á vis­ir.is við fés­bókar­færslu Jóns Óskars er ein­göngu til þess að draga per­sónu mína niður í svaðið. Sam­eig­in­legt mark­mið starfs­manns­ins og Jóns Óskars er sóðaskap­ur. Eða ætl­ar Krist­inn Hauk­ur Guðna­son, starfsmaður á vis­ir.is, að halda áfram að fjalla um störf eða áhuga­mál þing­manna í þeirra frí­tíma og draga fleiri í svaðið? Nú er komið fram að marg­ir eru í sömu spor­um og spurn­ing hvort blaðamaður­inn hafi dug í sér til að fjalla um þessi mál af hlut­leysi og jafn­ræði?

Það er orðinn sjálf­sagður hlut­ur af þeim sem flytja frétt­ir í sam­fé­lag­inu að taka út ein­stak­linga og níða af þeim skóna án þess að þeir hafi brotið af sér. Glanna­leg­ar fyr­ir­sagn­ir með slá­andi ásök­un­um meiða allt venju­legt fólk. Það er kannski það versta að til þess er leik­ur­inn gerður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“