fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Bæjarstjórinn á ofurlaunum fái 357 þúsund á mánuði fyrir að vinna á mánudögum – „Það er fljótt að telja“

Eyjan
Föstudaginn 28. apríl 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, bendir á að sparnaður Kópavogsbæjar af skertum opnunartíma Gerðarsafns nemi aðeins um 1,9 milljón. Til stendur að breyta opnunartíma með þeim hætti að safnið loki klukkustund fyrr á daginn og sé lokað á mánudögum. Hafi í skýrslu sem KPMG vann fyrir bæinn verið haldið fram að sparnaður af þessum aðgerðum næmi um 7,8 milljónum. Safnastjóri hafi þó bent á að raunin væri þó önnur þar sem ekki allir starfsmenn safnsins vinni í móttökunni og því væri sparnaðurinn fremur nær 1,9 milljón.

Margrét leggur á móti til að bæjarstjóri Kópavogs, Ásdís Kristjánsdóttir, verði ekki bæjarstjóri á mánudögum en reiknast Margréti til að bæjarstjórinn fái um 357 þúsund krónur á mánuði bara fyrir að vinna á mánudögum. Með þessu móti gæti bærinn sparað sér um 4,3 milljónir á ári sem væri þá meira heldur en raunverulegur sparnaður af skertri opnun Gerðarsafns.

Margrét skrifar á Facebook:

„Meðal hörmulegra tillagna bæjarstjóra Kópavogs um starfsemi menningarhúsanna í bænum er breyttur opnunartími Gerðarsafns. Samkvæmt skýrslu KPMG myndi það spara bænum kr. 7.794.642 á ári að hafa safnið lokað á mánudögum og einum klukkutíma skemur á daginn. Safnstjórinn hefur reyndar bent á að það sé alls ekki svo enda vinna ekki allir starfsmenn safnsins í móttökunni. Skertur opnunartími myndi bara spara kr. 1.944.941. Mér finnst samt að við ættlum að taka þessa hugmynd áfram. Ég legg til að bæjarstjóri Kópavogs sé ekki bæjarstjóri á mánudögum. Miðað við laun hennar fær hún kr. 357.142 á mánuði fyrir að vinna á mánudögum. Það er fljótt að telja. Á ársgrundvelli getum við Kópavogsbúar sparað kr. 4.285.714 krónur með því að vera bæjarstjóralaus á mánudögum. Ég er nokkuð viss um að það kæmi ekki illa niður á starfsemi bæjarins og væri jafnvel til bóta. Ef vel tekst til má reyna bæjarstjóraleysi aðra daga vikunnar líka.“

Eins og Eyjan greindi frá í júní á síðasta ári, segir í ráðningarsamningi Ásdísar að mánaðarleg laun hennar séu 2.38 milljónir. Til viðbótar fær hún greiddan útlagðan kostnað vegna notkunar á eigin bifreið í þágu starfsins sem nemur 158.750 kr. á mánuði. Mun Ásdís svo halda launum sínum í sex mánuði eftir að ráðningartíma (kjörtímabili) lýkur. Ásdís hefur einnig tekið sæti í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og fær greidd laun fyrir þá setu. Raunverulega eru laun Ásdísar þó hærri en greinir í ráðningarsamningi, en laun hennar taka breytingum einu sinni á ári í samræmi við breytingar á launavísitölu, en launavísitala hefur hækkað um 62,6 stig síðan í júní í fyrra, eða um rúm 7 prósent.

Ásdís hefur legið undir töluverðri gagnrýni undanfarið eftir að  tillögur hennar um breytingar í starfsemi menningarhúsa bæjarins voru samþykktar á bæjarstjórnafundi í vikunni. Þessar breytingar felast meðal annars í því að Héraðsskjalasafn Kópavogsbæjar verður lagt niður, starfsmönnum menningarhúsa verður fækkað og opnunartími Gerðarsafns verður skertur.

Margrét skrifaði einnig ítarlega færslu í gær á Facebook þar sem hún greinri frá viðbrögðum forstöðumanna menningarhúsa Kópavogsbæjar við skýrslu KPMG, en Margrét segist aldrei hafa lesið eins „illa skrifaða skýrslu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast