fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Reyna að hraða afgreiðslu bókunar 35 – Óeining innan stjórnarliðsins

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki eru allir þingmenn í utanríkismálanefnd Alþingis sáttir við reynt hafi verið að keyra frumvarp utanríkisráðherra vegna bókunar 35 í gegnum nefndina hraðar en sé við hæfi að gera.

Morgunblaðið skýrir frá þessu og segir að meðal hinna ósáttu sé Bjarni Jónsson, formaður nefndarinnar og þingmaður Vinstri grænna. Í samtali við Morgunblaðið sagði hann að sérstök ástæða sé til að gefa sér nægan tíma til að fjalla um máli. „Þetta er mál af stærðargráðu sem þarf vandaða umfjöllun, mál sem vekur spurningar um stjórnarskrármálefni. Þess vegna skiptir miklu máli að leita umsagna víða og kalla fyrir nefndina alla þá gesti sem þurfa þykir, enda ekkert sem bendir til þess að eftir 30 ár liggi núna lífið við,“ sagði hann.

Bjarni hefur verið í Strassborg síðustu daga en á meðan á fjarveru hans hefur staðið er Njáll Trausti Friðbertsson, varaformaður nefndarinnar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagður hafa lagt áherslu á að koma sem mestu í verk.

Morgunblaðið hefur eftir þingmönnum að á nefndarfundi á mánudaginn hafi aðeins nokkrar umsagnir verið samþykktar og hafi þeir verið frá fremur einsleitum hópi.

Í gær var fundað með embættismönnum og var þá bætt verulega í og skipta umsagnarbeiðnir og fyrirhugaðar gestakomur til nefndarinnar nú tugum. Næsti fundur nefndarinnar er á morgun.

Morgunblaðið segir að skiptar skoðanir séu innan stjórnarliðsins um málið, jafnvel innan flokka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“