fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Methá bótagreiðsla Fox News fyrir lygar um kosningasvindl er bara upphafið

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 06:45

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku náðist sátt í máli Dominion Voting Systems gegn Fox News. Greiðir Fox News, Dominion Voting Systems 787,5 milljónir dollara í bætur og viðurkennir um leið að „ákveðnar fullyrðingar“ sem voru settar fram á sjónvarpsstöðinni í tengslum við forsetakosningarnar 2020 hafi verið rangar.

Málið er líklega bara upphafið að flóðbylgju málshöfðana gegn Fox News og fleiri fyrirtækjum og einstaklingum.

Fyrrgreint mál snerist um fullyrðingar, sem voru settar fram á Fox News, um að kosningavélar Dominion Voting Systems og að hægt hefði verið að brjótast inn í vélarnar og flytja atkvæði frá Donald Trump til Joe Biden.

Smartmatic hefur einnig stefnt Fox News fyrir að hafa sett fram samsæriskenningar um kosningavélar fyrirtækisins, sem voru notaðar í forsetakosningunum 2020, og krefst fyrirtækið 2,7 milljarða dollara í bætur.

Smartmatic hefur einnig höfðað mál á hendur Newsmax og One American News Network sjónvarpsstöðvunum, sem eru báðar lengst til hægri í litrófi stjórnmálanna, fyrir ærumeiðingar með að hafa dreift lygum um fyrirtækið.

Newsmax segir málshöfðunina vera „greinilega tilraun til að kúga frjálsa fjölmiðla“ en hefur beðist afsökunar á að hafa dreift lygum um að starfsfólk Dominion hafi átt við kosningavélar fyrirtækisins til að flytja atkvæði á milli frambjóðendanna.

Dominion hefur einnig höfða mál á hendur Mike Lindell, forstjóra koddafyrirtækisins MyPillow, sem er einarður stuðningsmaður Donald Trump, og Sideny Powell og Rudy WGiuliani, sem eru báðir lögmenn Trump, fyrir að dreifa staðlausum ásökunum um kosningasvindl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast