fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Þriggja herbergja íbúð til leigu á 375 þúsund – „Þetta er vitskert veröld sem við búum í“

Eyjan
Fimmtudaginn 2. mars 2023 10:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stöðuna á húsnæðismarkaði slæma. Bendir hann í því samhengi á íbúð sem auglýst er til leigu hjá mbl.is.

Hann skrifar á Facebook:

„Staðan á húsnæðismarkaði. Meðfylgjandi mynd er tekin af fasteignavef mbl.is. Þar er boðið upp á 3 herbergja íbúð til leigu á 375.000 kr á mánuði, sem er töluvert yfir lægstu launatöxtum, sem voru fyrir skatt rúmar 362.000 kr., fyrir hækkanir síðustu kjarasamninga“

Umrædd íbúð er í Tangabryggju og er sögð „glæsileg íbúð eð sjávarútsýni og 40 fm svölum í nýlegu húsi í Bryggjuhverfi Reykjavíkur.“

Íbúðin er 87 fermetrar að stærð sem þýðir að mánaðarlega mun leigjandi hennar þurfa að greiða 4.310 krónur fyrir hvern fermetra.

Ragnar bendir á að Bjarg Íbúðafélag, húsnæðissjálfseignastofnun sem var stofnuð af BSRB og Alþýðusambandi Íslands og er án hagnaðarmarkmiða,  sé með sambærilega íbúð til leigu við Tangabryggju á 166.475 krónur og frá því dragist svo húsaleigubætur.

Árum saman hefur stefnt í eina alvarlegustu húsnæðiskreppu síðari ára

„Leigufélagið Alma hefur borið fyrir sig markaðinn þegar tugþúsunda hækkunum, umfram vísitölu, er hellt yfir viðskiptavini þeirra með reglulegu millibili og er viðbúið að þetta nýja viðmið markaðarins á Tangabryggju verði notað við næstu 12 mánaða endurskoðun þeirra þegar viðskiptavinir þeirra fá „boð“ um endurnýjun á leigusamningi.“

Ragnar bendir á að Bjargi hafi nýlega skilað af sér dýrustu blokk sem félagið hafi byggt við Maríugötu í Garðabæ og því þurfi leiguverð þar að vera með því hæsta sem félagið hafi þurft að setja á slíka íbúð í sögu félagsins. Um er að ræða 190.000 kr á mánuði.

„Við erum með þinglýstan leigusamning frá blokkinni við hliðina en þar fór íbúð í leigu á 320.000 kr fyrir hálfu ári síðan.“

Bjarg stefni á að vera komið með þúsund íbúðir á þessu ári og það á aðeins fimm árum. Allar framkvæmdir hafi verið á kostnaðar og tímaáætlun sem sé líklega einsdæmi.

„Árum saman hefur stefnt í eina alvarlegustu húsnæðiskreppu síðari ára.
Árum saman höfum við reynt að koma á leigubremsu.
Árum saman höfum við bent á að helsti drifkraftur verðbólgu er framboðsskortur á húsnæði.
Árum saman höfum við reynt að fá lífeyrissjóði til að fjárfesta í uppbyggingu á húsnæðismarkaði.
Árum saman höfum við reynt að koma stjórnvöldum í skilning um þessa stöðu en einungis fengið starfshóp eftir starfshóp og nefnd eftir nefnd en engar aðgerðir eða efndir.“

Ragnar segir að staðan sé sú í dag að húsnæðismarkaðurinn sé botn forsinn. Framkvæmdir hafi dregist saman og stefni í algjört óefni. Hátt vaxtastig og aðgerðir Seðlabankans hafi lokað á eftirspurnahliðina og framboðshliðin sé líka að lokast.

„Í meðan hefur ríkisstjórnin mestar áhyggjur af stöðunni á vinnumarkaði og hvernig helst sé hægt að beisla hann með lögum. Og hvernig kjarasamningar, en þar hækkuðu laun um 35.000 til 66.000 kr. á mánuði, séu nú helsta ógnin við stöðugleika.

Þetta er það eina sem þau hafa til málanna að leggja á meðan þingfararkaupið, sem er Kr. 1.345.582.- og hefur hækkað um 582.642 í krónum talið frá árinu 2016, mun að öllum líkindum hækka um að lágmarki 115.000 kr. við næstu endurskoðun í júlí ef við áætlum hver 12 mánaða launavísitala verði þá.

Fjármálaráðherra telur okkur aldrei hafa haft það betra á meðan bankarnir öskra eftir enn hærri vöxtum svo þeir geti gengið á eigið fé almennings sem myndast hefur í húsnæðum þeirra.

Staðan versnar bara og versnar.

Þetta er vitskert veröld sem við búum í.“

Ra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að