fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Eyjólfur segir að mikið hafi borið í milli og sendir Eflingu tóninn

Eyjan
Þriðjudaginn 21. febrúar 2023 14:28

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA. Mynd:

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að mikið hafi borið í milli í viðræðum SA og Eflingar og gefur lítið fyrir yfirlýstan samningsvilja Eflingar. Þetta má sjá í aðsendri grein Eyjólfs á Vísir.is.

Eyjólfur svarar þar grein Stefáns Ólafssonar, sérfræðings hjá Eflingu, sem fullyrti að lítið hafi borið í milli hjá SA og Eflingu fyrir helgi en um helgina hafi tónninn  í SA skyndilega gjörbreyst og harðnað.

Sjá einnig: Segir að lítið hafi borið í milli en SA hafi snúið við blaðinu á laugardag

Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri SA, hvarf frá viðræðunum vegna veikinda í liðinni viku en kom að þeim aftur endurnærður um helgina. Hefur því verið gert skóna í umræðum á samfélagsmiðlum að nærvera hans við samningaborðið hefði verið orsökin fyrir viðsnúningnum. Eyjólfur Árni fór fyrir samninganefnd SA í fjarveru Halldórs og margir töldu að samningur lægi í loftinu rétt fyrir helgi. En tímaröð er ekki það sama og orsakasamhengi og ljóst er af orðræðu Halldórs og Eyjólfs núna að frá sjónarhóli SA var samningur ekki innan seilingar og atburðarásin hefur ekkert með persónu Halldórs að gera.

Eyjólfur segir að áðurnefnd grein Stefáns sé stútfull af rangfærslum en hann tekur sérstaklega fyrir fjórar meintar rangfærslur Stefáns: Í fyrsta lagi sé alrangt Efling hafi tekið mörg skreft til að nálgast SA. Eyjólfur segir:

„Það er á engan hátt sannleikanum samkvæmt að Efling hafi í viðræðunum tekið mörg skref til þess að nálgast það meginmarkmið. Til að nota þægilega myndlíkingu lagði Efling í mesta lagi til nokkra brauðmola á borðið og vildi í skiptum fá heilan brauðhleif umfram hin SGS félögin 18 . Með engum markverðum undantekningum lagði Efling sífellt til að Efling fengi í langflestum tilfellum hærri laun fyrir starf X eftir Y ára starfsreynslu, þrátt fyrir skýr skilaboð um að SA gæti ekki fallist á slíkt. Þetta breyttist ekki á nokkrum tímapunkti. Hins vegar höfðu bæst við kröfur fyrir bílstjóra sem hafa aldrei borist SA með formlegum hætti.“

Í öðru lagi segir Eyjólfur að það sé rangt að Eflingarfólk hafi átt inni umframhækkun vegna búsetu á höfuðborgarsvæðinu. Segir Eyjólfur að það hafi komið skýrt fram að SA ætlaði ekki að draga landsmenn í dilka eftir búsetu. Ennfremur segir Eyjólfur:

„Til að bæta gráu ofan á svart kom í ljós að vegna þess að starfsaldur Eflingarfélaga er, að sögn Eflingar, töluvert lægri en í SGS almennt þyrfti að hækka laun Eflingar enn meira. Því var Efling efnislega að biðja um einhvers konar „leiðréttingu“ á eigin kjarasamningi, byggða á því að það vill svo til að Eflingarfólk stoppar skemur á vinnustað en almennt gengur og gerist innan annarra SGS félaga. Orðið leiðrétting var hins vegar ekki notað af forystu Eflingar fyrr en samninganefnd SA benti á að krafan væri í reynd þessi, sem SA gat augljóslega ekki fallist á í ljósi alls framangreinds. Er það annað dæmi um hringlandahátt í kröfum Eflingar.“

Í þriðja lagi segir Eyjólfur það alrangt að staðan á föstudeginum hafi verið orðin sú að lítið hafi borið í milli hjá deiluaðilum. Segir Eyjólfur öðru nær að við lok föstudags hafi lítið sem ekkert þokast efnislega í deilunni.

Í fjórða lagi segir Eyjólfur það vera furðutúlkun á stöðu deildunnar að SA hafi snúið við blaðinu í deilunni á sunnudeginum.

Eyjólfur segir ennfremur í grein sinni:

„Með allt ofangreint og stöðu deilu Eflingar og SA til hliðsjónar blasir við eftirfarandi spurning: Vill Efling taka því fagnandi að fá nýjan kjarasamning þar sem er lögð sérstök áhersla á hækkun þeirra lægstlaunuðu í samfélaginu, hvort sem er í prósentum eða krónum, eða hleypa af stað upplausn og höfrungahlaupi? Svar Eflingar við spurningunni er augljóst að mér virðist.

Eina spurningin sem þá eftir stendur og skiptir raunverulega máli er hvort að samfélagið sætti við sig hið óumflýjanlega upplausnarástand sem verður framvegis á vinnumarkaði sem enginn, nema sjálfsálit forystusveitar Eflingar, mun hagnast á?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“