Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar.
Eftirtaldir eru skilgreindir sem viðbragðsaðilar og eingöngu þessum aðilum heimilt að taka eldsneyti á Orkunni í Skógarhlíð: lögreglan, Landhelgisgæsla Íslands, heilbrigðisstarfsmenn, slökkvilið, Neyðarlínan, Rauði kross Íslands, Flugstoðir og Slysavarnafélagið Landsbjörg
Eingöngu þessum aðilum er heimilt að taka eldsneyti á Orkunni í Skógarhlíð. Því til stuðnings er bent á 2. mgr. 18. gr. laga um almannavarnir nr. 82/2008.