fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Meirihluti landsmanna vill taka upp evru

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af þeim sem tóku afstöðu í nýrri könnun, sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið, vilja 52,2% taka upp evru í stað krónunnar. 39,6% vilja halda í krónuna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og segir að stuðningur við aðra gjaldmiðla hafi mælst mjög lítill. 6,3% vilja taka upp Bandaríkjadal, 0,3% breskt pund og 1,6% einhvern annan gjaldmiðil.

Blaðið hefur eftir Jóni Steindóri Valdimarssyni, formanni Evrópuhreyfingarinnar, að niðurstöðurnar komi honum ekki á óvart, þær falli vel að þeirri almennu viðhorfsbreytingu sem sé að eiga sér stað hér á landi í Evrópumálum.

„Almenningur er farinn að efast um að þetta fyrirkomulag með krónuna sé það besta. Ástæðurnar eru margar. Fólk horfir á stöðugleikann og fólk horfir á vextina,“ sagði hann.

Hann benti á að stýrivextir hafi hækkað mörgum sinnum í röð og ekki sé að sjá að neitt lát sé að verða á þessari hækkunarhrinu. Einnig benti hann á gríðarlegan kostnað fyrir heimilin og sveitarfélögin vegna vaxtamunar á milli krónunnar og evrunnar.

Aðspurður sagðist hann telja sennilegt að hægt sé að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið. „En ég tel að það sé ákaflega óskynsamlegt. Eina leiðin til þess að gera þetta almennilega er að ganga í Evrópusambandið,“ sagði hann.

Hægt er að lesa nánar um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til

Brynjar Níelsson: Mistök að leyfa þjóðinni ekki að ákveða hvort hún vildi fara inn í Evrópusambandið – Viðreisn þurfti ekki að verða til
Eyjan
Fyrir 3 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“