fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Sólveig Anna krefur forsætisráðherra um að upplýsa hvaða sérfræðingar telja miðlunartillögu ríkissáttasemjara löglega

Eyjan
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 10:22

Sólveig Anna Jónsdóttir Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kallar eftir því að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, deili með henni mati þeirra sérfræðinga sem telja að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist lög.

Þetta kemur fram í opnu bréfi Sólveigar Önnu til Katrínar sem verkalýðsforinginn skrifaði í kjölfar viðtals við Katrínu þar sem að hún lét hafa eftirfarandi eftir sér:
„Það liggur fyrir að þessi miðlunartillaga hefur verið lögð fram. Ég er ekki til þess fallin að meta nákvæmlega lögmæti hennar eins og málið horfir fyrir mér og þeim sérfræðingum sem ég hef ráðfært mig við þá stenst hún skoðun.“

Segir Sólveig Anna að orð Katrínar hafi verulegt vægi varðandi það að móta afstöðu almennings til málsins.

„Ég hlýt að sama skapi sem formaður Eflingar að leggja við hlustir ef það er mat þeirra sérfræðinga sem forsætisráðherra hefur talið ástæðu til að ráðfæra sig við í svona mikilvægu máli að afstaða okkar til þess sé byggð á einhverjum lagalegum misskilingi.“

Vill funda með forsætisráðherra

Þá segir hún það ekkert kappsmál fyrir Eflingarfólk að „standa í öllum þessum kærumálum“ eins og Katrín orðaði það. Segir Sólveig að frumkvæðið af þeim komi frá mótaðilanum en ekki þeim.

„Það þýðir ekki að við munum ekki svara fyrir okkur þegar ríkissáttasemjari gerir tilraun til að slá vopnin úr höndum okkar með hætti sem við, og þeir sér sérfræðingar sem við höfum ráðfært okkur við, telja ólöglegan. Það sama gildir um tilraunir sérhagsmunaafla til að útmála okkur sem lögbrjóta í augum almennings fyrir það eitt að reyna að stunda vörð um réttindi okkar – jafnvel, eins og í þessu tilviki, þegar slíkar tilraunir enduróma í málflutningi virðulegs forsætisráðherra,“ skrifar Sólveig Anna.

Segist Sólveig Anna ennfremur vonast til þess að heyra frá Katrínu fyrir lok dags. Segist hún og hennar fólk reiðubúin til að funda með Katrínu og hennar sérfræðingum til að tryggja að almenningur fái réttar upplýsingar í hendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður