HarperCollins bókaútgáfan hefur keypt útgáfuréttinn að bókinni að sögn Sky News.
Ekki hefur verið skýrt frá hvenær bókin verður útgefin eða titli hennar en Arabella Pike, útgáfustjóri, sagði að þetta verði „endurminningabók forsætisráðherra ólík öllum öðrum“.
Johnson er þingmaður en hann hefur mikla reynslu af skrifum því hann starfaði lengi sem blaðamaður og hefur skrifað bækur um Winston Churchill og William Shakespear auk skáldsögu.