Samkvæmt upplýsingum frá Eflingu stéttarfélagi er afgerandi meirihluti félagsmanna hlynntur verkfallsaðgerðum. Síðast liðið haust hafi Gallup gert könnun meðal félaga þar sem meðal annars var spurt um vilja félagsmanna til að grípa til verkfallsaðgerða.
Spurningin var svohljóðandi: „Almennt, hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að fara í verkfall með það að markmiði að ná fram bættum kjörum?
3.558 svöruðu spurningunni sem er að sögn Eflingar metþátttaka. Afgerandi meirihluti svaraði því til að þau væru hlynnt því að fara í verkfall. Tveir þriðju sögðust hlynnt beitingu verkfallsaðgerða og rúmlega 80% þeirra sem tóku afstöðu voru hlynnt.