fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Eyjan

Mesta fylgi Samfylkingarinnar í áratug – Ríkisstjórnin héldi ekki velli

Eyjan
Fimmtudaginn 1. desember 2022 19:39

Kristrún Frostadóttir - Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylgi Samfylkingarinnar hefur meira en tvöfaldast frá síðustu kosningum, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup, og mælist nú hið mesta í rúman áratug. Stuðningur við ríkisstjórnina dvínar og myndi hún ekki ná meirihluta á þingi ef kosið væri nú.

Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn með 24,1% fylgi, sem er svipað og í síðustu kosningum, en Samfylkingin er næst stærsti flokkurinn með um 21% fylgi, sem er aukning um 5 prósentustig frá síðasta þjóðarpúlsi.

Framsóknarflokkurinn hefur misst þó nokkuð fylgi frá kosningum. Hann fær 12,2% og eru því samsíða Pírötum sem hafa sótt á frá kosningum. Vinstri grænir eru með 7,5% fylgi

Ríkisstjórnin væri fallin

Sjálfstæðisflokkurinn hefur enn mest fylgi allra flokka – eða 24,1% sem er álíka því sem var við síðustu alþingiskosningar. Um 21% segist myndi kjósa Samfylkinguna og eykst fylgi flokksins um fimm prósentustig frá síðasta þjóðarpúlsi. Það er meira en tvöfalt það sem hann hafði við síðustu alþingiskosningar.

Framsóknarflokkurinn hefur misst þó nokkuð fylgi frá kosningum. Hann fær 12,2% og er þannig jafn Pírötum sem hafa aukið við sig frá kosningum. Vinstri græn missa fylgi og eru nú í 7% en fylgi Viðreisnar, Miðflokks og Sósíalista er á svipuðum slóðum.  Flokkur fólksins hefur hins vegar misst næstum helming síns fylgis frá kosningum.

Miðað við þessar tölur fengi ríkisstjórnin aðeins 29 þingmenn og því væri ríkisstjórnin fallin.

Kannanir geta endurspeglað óánægju

Kristrún Frostadóttir var kjörin formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í lok október með um 95% atkvæða. Hún minntist stuttlega á skoðanakannanir í stefnuræðu sinni á landsþinginu:

„Kannanir munu sveiflast upp og niður – en við verðum líka að muna að eina könnunin sem raunverulega skiptir máli er sú sem birtist á kjördag. Kannanir á miðju kjörtímabili geta endurspeglað óánægju með ríkisstjórnina en við viljum ná fylgi út á ánægju með Samfylkinguna og okkar stefnu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu

Svarthöfði skrifar: Það sem lesa má í rjómaskálina í eldhúsinu hennar Ingu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast

Orðið á götunni: Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn engjast