fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Brynjar hjólar í Kristján í Sprengisandi – „Ég hef greinilega hitt á viðkvæma taug“

Eyjan
Þriðjudaginn 29. nóvember 2022 21:20

Kristján Kristjánsson og Brynjar Níelsson - Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þau eru mörg skrítin viðtölin í fjölmiðlum, sérstaklega á RÚV, en viðtal Kristjáns á Sprengisandi við Guðlaug Þór á sunnudaginn var með þeim undarlegri í seinni tíð.“

Svona hefst færsla sem Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Ljóst er að Brynjar er alls ekki sáttur með Kristján Kristjánsson, stjórnanda útvarpsþáttarins Sprengisands á Bylgjunni. Hann líkir viðtalinu við viðtöl sem fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson tekur en það er ekki hægt að segja að Brynjar sé mikill aðdáandi Gísla.

„Þáttastjórnandinn lét viðtalið skyndilega snúast um ódáminn mig og spurði Guðlaug Þór hvort skoðanir mínar, sem Kristján er greinilega ósáttur við, ættu að rúmast innan Sjálfstæðisflokksins og hvort forystu flokksins hugnist þessar skoðanir. Ekki gott þegar rétthugsunin hefur heltekið fjölmiðlamenn. Guðlaugur Þór er örugglega enn að klóra sér í hausnum yfir því hvernig drottningarviðtalið gat þróast í þessa átt.“

Brynjar segir að það hafi verið tvennt sem truflaði Kristján. „Annars vegar að ég liti á listamenn sem afætur á íslensku samfélagi og hins vegar að sum frjáls félagasamtök væru pólitískir aktivistar. Fyrri fullyrðingin er röng og sú seinni ónákvæm,“ segir Brynjar.

„Ég hef aldrei haldið því fram að listamenn væru afætur á íslensku samfélagi. Hef alltaf hrifist að þeim sem eru að skapa eitthvað og selja okkur hinum. Lít því svo á að stjórnvöld eigi að skapa eðlilegt og gott samkeppnis- og rekstrarumhverfi fyrir litlu kapitalistanna í listum eins og aðra sem eru að selja okkur vöru í stað þess að gera þá að launamönnum hjá ríkinu eftir geðþóttaákvörðun vina og félaga úti bæ. Ég veit ekki til þess að nokkru öðru ríki hugnist þetta fyrirkomulag í stuðningi við menningu og listir. Að öðru leyti hef ég látið listamennina í friði nema ég hef hnýtt aðeins í fræga liðið í þeim hópi sem drullar yfir allt og alla í sínum hefðbundnu frekjuköstum með tilheyrandi elítustælum.“

Þá segir Brynjar að það sé rétt að hann hafi lýst þeirri skoðun sinni að „ákveðin frjáls félög“ séu byrjuð að hegða sér líkt og pólitískir aktívistahópar. „Ég hef greinilega hitt á viðkvæma taug hjá þáttastjórnanda með því að nefna Rauða krossinn í þessu sambandi,“ segir Brynjar svo en Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, er eiginkona Kristjáns.

„Það er samt svo að starfsmenn hafa stigið pólitískt harkalega fram í nafni þessara félaga og í þeirri baráttu jafnvel vegið af stofnunum sem ber að framfylgja lögum. Það er alþekkt hjá aktivistum. Mér finnst ekki eðlilegt að fjöldasamtök, sem rekin eru að miklu leyti fyrir skattfé, séu í slíkri pólitík á opinberum vettvangi. Þessi skoðun mín er hvorki öfgafull né hættuleg og réttlætir ekki útskúfun.“

Að lokum segir Brynjar að Kristján megi alveg vera ósammála sér. „Ég mun ekki hafa samband við stjórnendur Sýnar til að spyrja þá hvort þeim finnist eðlilegt að maður með hans skoðun skuli stjórna viðtalsþætti á Bylgjunni eða yfirhöfuð fái að vinna þar. Kristján má nefnilega hafa sínar skoðanir og vera pikkfastur í réttugsun án útskúfunarkröfu frá mér. Finnst hins vegar sorglegt að öflugur fjölmiðlamaður, eins og Kristján er, skuli detta í sama farið og helstu þáttastjórnendur á RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna