fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Ríkið býður sættir vegna talningarklúðursins í Borgarnesi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. október 2022 09:00

Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í norðvesturkjördæmi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sættir hafa verið reyndar í kærumáli Magnúsar Davíðs Norðdahl, frambjóðanda Pírata í Norðvesturkjördæmi, og Guðmundar Gunnarsson, frambjóðanda Viðreisnar í sama kjördæmi. Þeir kærðu ákvörðun Alþingis um að staðfesta síðari kosningaúrslitin til Mannréttindadómstóls Evrópu. Alþingi staðfesti síðari úrslitin þrátt fyrir brotalamir við talningu og framkvæmd.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur þetta eftir Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur, ríkislögmanni. Hún sagði að beðið hafi verið um aukafrest til að svara en svörum verði skilað fyrir 13. október.

Aðspurð sagði hún það ekki endilega fela í sér viðurkenningu á broti að sættir hafi verið reyndar. Málið snúist um grundvallarspurningar um kosningakerfið og sé það tímafrekt og yfirgripsmikið.

Magnús Davíð sagðist hafa verið bjartsýnn á málareksturinn frá upphafi. „Ferlið, sem tók við eftir kosningarnar þar sem Alþingi samþykkti eigin kjör og lagði blessun sína yfir verklagið í Norðvesturkjördæmi, braut gegn Mannréttindasáttmála Evrópu,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega