Segja má að það hafi valdið fjaðrafoki á dögunum er strætó hækkaði almenn fargjald úr 490 krónum upp í 550 krónur en telja margir að strætó hafi þarna virkilega skotið sig í fótinn.
Píratar í Reykjavík sendu frá sér yfirlýsingu á miðvikudag þar sem þeir sögðu þetta vondar fréttir sem séu mikil vonbrigði. Engu að síður eru Píratar í meirihluta í borgarstjórn og Reykjavík eitt þeirra sveitarfélaga sem á Strætó.
Píratar segja grundvallar vandamál Strætó sé að reksturinn sé í „mjög slæmum málum“ og til að forða félaginu frá greiðsluþroti þurfi mörg hundruð milljóna viðbótarframlag frá sveitarfélögunum sem standi að rekstrinum. Strætó hafi gengið mjög langt í því síðustu ár að draga úr yfirbyggingu og kostnaði og lá fyrir á stjórnarfundi að tvær helstu leiðirnar til að koma til móts við þá kröfu sveitarfélaga – að Strætó þyrfti að bregðast við stöðunni – að annað hvort hækka gjaldið eða skerða þjónustu. Í rauninni sé gjaldskrárhækkun því skárri kosturinn að mati Pírata.
Ríkið hafi á sínum tíma neitað að aðstoða Strætó þar sem sjóðstaða reksturins var góð fyrir COVID. Nú sé staðan önnur.
Í gær vakti Alþýðusamband Íslands, ASÍ, athygli á því að íslensk stjórnvöld hafi sett einn milljarð inn í rekstur Strætó árið 2021 en á sama tíma sett níu milljarða í niðurgreiðslur á rafmangs- og tengiltvinnbifreiðum. Slíkar ívilnanir vegna rafbílakaupa gagnast að mati Hagfræðistofu Háskóla Íslands hest efnameirihópum og þykir sú aðgerð þjóðhagslega óhagkvæm.
Segja má að netverjar hafi tekið eftir gjaldskrárhækkuninni og hafi á henni sterkar skoðanir. Þar hefur fólk velt vöngum yfir því hvort hækkunin gangi ekki gegn markmiði Strætó að fjölga farþegum og eins hvort ekki sé tilefni fyrir ríkið til að grípa inn með meira afgerandi hætti til að gera þennan vistvæna, sérstaklega ef flotan Strætó verður alfarið komið yfir á rafmagns, ferðakost aðgengilegri og meira aðlaðandi.
Aðrir hafa bent á að á Akureyri hafi lengi verið frítt í strætó en engu að síður noti aðeins í kringum 10 prósent Akureyringa ferðamátann.
Sigrún Ósk Haraldsdóttir, Pírati, segir að ríkið eigi alfarið að hætta að niðurgreiða einkabíla og setja meiri pening í rekstur strætó og Borgarlínu. „Það er fyrir lifandis löngu kominn tími á að láta af þessari forræðishyggju og hætta að velja samgöngumáta fyrir fólk.“
Ríkið á að hætta alfarið að niðurgreiða einkabíla og setja miklu meiri pening í rekstur strætó og Borgarlínu. Það er fyrir lifandis löngu kominn tími á að láta af þessari forræðishyggju og hætta að velja samgöngumáta fyrir fólk.https://t.co/pZ6K9XcYYk
— Sigurborg Ósk Haraldsdóttir (@SigurborgOsk) September 30, 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að framlög ríkisins vegna niðurgreiðslu tengiltvinnbíla séu fjórum sinnum hærri en strætó fær og tvöfalt hærri en það sem myndi kosta ríkið að gera strætisvagnaþjónustu ókeypis.
Jafnvel ef við skoðum bara niðurgreiðslur til tengiltvinnbíla – bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti – þá eru þeir niðurgreiddir um 4x hærri fjárhæð en nemur ríkisframlaginu til strætó og um tvöfalt hærri fjárhæð en myndi kosta að gera strætisvagnaþjónustu ókeypis fyrir notendur.
— Jóhann Páll 🔴 (@JPJohannsson) September 30, 2022
Ef ríkið myndi eyða 1/3 af því sem þeir eyða í að niðurgreiða rafmagnsbíla þá gæti strætó verið frír. Bílar sem kosta flestir á bilinu 5-15 milljónir. Aka bílar sem einungis ríkt fólk á efni á
Það er geggjað dæmi um einhverja brengluðustu forgangsröðun sem ég get ímyndað mér. https://t.co/bkfximg5vf
— Þór Símon (@BjorSimon) September 30, 2022
1.8 milljarður í strætó og hann væri gjaldfrjáls. Margfalt betra fyrir umhverfið og samfélagið en nei, ríkisstjórn Katrínar Jakobs vill frekar niðurgreiða rafbíla fyrir þá sem skortir sjaldnast peninga. https://t.co/dqlagErUrW
— 🇺🇦 Gunnar 🇵🇸 (@gunnar_grimsson) September 30, 2022
Þetta er svo GALIÐ.
Ríkið setti 1 milljarð í rekstur Strætó árið 2021 en 9 milljarða í niðurgreiðslur á rafmagns- og tengiltvinnbifreiðumhttps://t.co/KHQJmmFX8v
— Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) September 30, 2022
Netverjar hafa svo greint frá því að strætógjaldið sé orðið það hátt að það borgi sig hreinlega frekar að fara ferða sinna á bíl, eða gangandi.
Dæmi um hvernig verðið hjá @straetobs vinnur gegn þeim.
Við hjónin ætlum til Vestmannaeyja á morgun.
Við höfum ekkert að gera með bíl á eyjunni. Við ætluðum að taka strætó til Landeyjarhafnar.
Það er 20 þús kr. fram og til baka fyrir okkur bæði.
Við förum þá bara á bíl.— Eyjólfur Tómasson (@eyjurrr) September 29, 2022
Mér finnst gjaldskrá Strætó ótrúlega pirrandi! Ég tek strætó ekki nógu oft til að það borgi sig að hafa árs-/mánaðarkort. Ég væri samt oft til í að taka strætó í vinnuna (úr Hlíðunum í HÍ) en mér finnst 490 eða 550 það mikið að ég labba alltaf frekar eða fer á bíl.
— Guðrún Svavarsdóttir (@GuddaSva) September 29, 2022
Raunkostnaður bílrekenda er samt nær 80 kr./km sem gerir þó hagkvæmara fyrir alla sem ferðast einir 6 km eða minna að nota bílinn en að kaupa stakan strætómiða. Ef 2 eða fleiri ferðast saman þá verður bíllinn síðan ódýrari og strætó dýrari.
— Dagbjartur Gunnar (@dagbjartur) September 29, 2022
Útskýrði fyrir ferðamönnum á Hlemmi í gær að þau þyrftu að fara í 10/11 að kaupa aðgang í strætó til að komast á Lækjartorg. Þau voru 6 saman og þau ákváðu að taka taxa. Það var sennilegt ódýrara(og minna vesen).😒
— Eggert A. Markan (@sinidskilning) September 28, 2022
Ef Strætó hefði ekki eitt helling af pening í að þróa þetta ömurlega Klapp app og boðið bara upp á greiðslur með kortum sem allir eru með hvort sem er þá hefði kannski ekki þurft að hækka fargjöld og gera Strætó að ennþá ömurlegri samgöngukosti. Ég held áfram að hjóla í vetur.
— Arnaldur Sigurðarson 🇮🇸🤝🇺🇦 (@Arnaldtor) September 28, 2022
Maður hjólar framhjá stætóstoppistöð og hugsar: Þetta ríka lið sem hefur efni á því að taka strætó. Einhver er nú innkoman hjá þessu fólki!
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) September 28, 2022
Skv. nýrri gjaldskrá mun kosta 2750 kr. að fara milli Grindavíkur og Reykjavíkur með strætó. Bíll sem eyðir 10 lítrum á hundraðið fer sömu leið fyrir sirka 1500 kr.
Já, veistu, ég held ég keyri
— Rúnar Berg 🌲 (@rokksula) September 27, 2022
Umræðurnar á Twitter hafa verið heitar og margir þar lýst yfir sárum vonbrigðum.
Það er dýrt að vera fátækur og strætó ætlar að sjá til að það sé satt
— 🇵🇸 🇺🇦 Tinna, öfgafemínisti 💥 (@tinnaharalds) September 27, 2022
Svo besta leiðin að láta strætó standa undir sér er að gera hann að lúxusvöru?
— Krumla 🏳️🌈 (@TheKrumla) September 28, 2022
Börnin sem eru börn öryrkja sem hafa ekki efni á að að borga bæði fyrir tómstundirnar þeirra og í strætó til að komast í þær.
Aftur, þetta er ólögráða börn sem hafa engar tekjur en eiga að borga 45.000 á ári í strætó.
90.000 kr fyrir heimili með tvo unglinga.— Dr. Auður Magndís (@amagndis) September 27, 2022
Maður fær á tilfinninguna að stjórn og æðstu stjórnendur strætó hafi bókstaflega engan áhuga á að fólk noti þjónustuna. Jafnvel að það væri bara þægilegra fyrir þá að fækka notendum og draga þannig úr álagi á sjálfa sig.
— Stígur Helgason (@Stigurh) September 27, 2022