fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

48 klukkustundir til stefnu til að bjarga Evrópu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. febrúar 2022 08:00

Forsíða DailyMail í dag. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upplýsingar vestrænna leyniþjónustustofnana benda til að Rússar geti ráðist inn í Úkraínu á hverri stundu. Hugsanlega á miðvikudaginn. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gærkvöldi að spennan í Austur-Evrópu væri á „viðkvæmum tímapunkti“ og að hann og bandalagsríki Breta muni eyða næstu klukkustundum og dögum í að reyna að draga Rússa „af brúninni“.

Daily Mail slær því upp á forsíðu í dag að 48 klukkustundir séu til stefnu til að bjarga Evrópu og segir að Johnson verði í fararbroddi tilrauna til að koma í veg fyrir stríð í Úkraínu næstu klukkustundir. Segir blaðið að næstu 48 klukkustundir séu sagðar skipta sköpum um hvort það tekst að koma í veg fyrir innrás Rússa.

Bretar hétu því í gær að styðja enn frekar efnahagslega við bakið á Úkraínu. Ben Wallace, varnarmálaráðherra, mun sækja fund varnarmálaráðherra NATO-ríkjanna í Brussel í vikunni til að undirbúa viðbrögð bandalagsins við hugsanlegri árás á fullveldi Úkraínu.

Daily Mail segir að samkvæmt upplýsingum bandarískra leyniþjónustustofnana þá hafi Rússar gert nákvæma áætlun um upphaf árásar á Úkraínu á miðvikudaginn. Muni hún hefjast með mikilli eldflaugaárás og skothríð stórskotaliðs og í kjölfarið fylgi síðan innrás landhers.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“