fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Eyjan

Ellert Arnarson ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans

Eyjan
Miðvikudaginn 2. febrúar 2022 09:39

Ellert Arnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ellert Arnarson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hann hefja störf á næstu vikum.

Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum kemur fram að Ellert hafi mikla og víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Á árunum 2013-2019 var hann verkefna- og sjóðstjóri hjá GAMMA Capital Management en þar byggði hann m.a. upp og stýrði teymi á sviði sérhæfðra fjárfestinga sem bar ábyrgð á uppbyggingu nokkurra fyrirtækja og lánasafna. Frá árinu 2019 hefur hann starfað við eignastýringu hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Áður starfaði Ellert m.a. sem sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf fyrir Straum fjárfestingarbanka. Hann hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands frá árinu 2008 og m.a. haft umsjón með námskeiði um skuldabréf fyrir meistaranema í Viðskipta- og hagfræðideild skólans.

Ellert lauk B.Sc. gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands árið 2010. Hann lauk M.Sc. gráðu í fjármálahagfræði frá sama skóla árið 2013 og hefur einnig lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“