fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Eyjan

Play ætlar ekki að sigra heiminn – Lítið flugfélag sem á að skila góðri afkomu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. maí 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er pláss fyrir annað flugfélag á markaðnum fyrir flug til og frá landinu. Þetta segir Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, í samtali við Markað Fréttablaðsins í dag. Hann segir að ekki sé stefnt að hröðum vexti félagsins heldur að reka lítið flugfélag sem geti skilað góðri afkomu.

„Ég get ekki skrifað undir yfirlýsingar um að það sé fullreynt að reka annað flugfélag frá Íslandi. Ég byggi það meðal annars á því að ég tel að önnur lággjaldaflugfélög sem hafa verið starfrækt hér á landi hafi í raun farið út af sporinu í sínum rekstri. Það er ekkert náttúrulögmál þar að baki heldur einungis sú staðreynd að það voru teknar rangar ákvarðanir,“ hefur Markaðurinn eftir Birgi.

Hann segist telja langt í að ferðamannastraumurinn hingað til lands nái sömu hæðum og fyrir nokkrum árum þegar Icelandair og WOW voru með 50 til 60 vélar í áætlunarflugi. Play hafi ekki í hyggju að vaxa hratt, stefnan sé að vera lítið og sveigjanlegt flugfélag sem ætli að skila hluthöfum arði með því að finna „matarholur“ til hliðar við stóru flugfélögin. „Við ætlum ekkert að sigra heiminn og vera með fleiri tugi véla í rekstri – heldur vera fókuseraðir, einblína á afkomuna og virðið sem við erum að búa til fyrir viðskiptavininn. Það voru þessir hlutir sem fóru áður úrskeiðis í þessum lággjaldaflugfélögum,“ segir hann í viðtalinu.

Play stefnir á að hefja starfsemi í sumar með þrjár Airbus A321 Neovélar en stefnt er að því að fjölga vélunum í 6 til 8 á næsta ári en þá er stefnt að því að hefja flug til Bandaríkjanna. Birgir segist telja að heppilegur fjöldi flugvéla fyrir flugfélag eins og Play sé um 15 vélar. „Ef okkur ætlar að takast að halda niðri kostnaði sem lággjaldafélagi þá verðum við að gæta að því að vera með framboð sem endurspeglar raunverulega eftirspurn. Ef hún er ekki fyrir hendi þá er miklu betra að leyfa vélunum bara að standa óhreyfðum,“ er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja

Þjóðin hafnar stjórnarandstöðunni í nýrri könnum – 60 prósent óánægja
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn