fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Ríkisstarfsmenn fóðra afsakanaorðabók sína og sóttvarnalæknir skelfur

Heimir Hannesson
Föstudaginn 12. mars 2021 13:15

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í bakmola helgarblaðs DV sem kom út í dag er því velt upp hvort jarðskjálftar séu nýjasta viðbót í afsakanaorðabók Íslendinga eftir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist ekki getað svarað fyrirspurnum um HPV bólusetningar á Íslandi vegna jarðhræringa Suðurnesjum.

Bakmoli DV var svohljóðandi:

Í síðasta blaði DV sagði frá því að foreldrar væru reiðir heilbrigðisyfirvöldum vegna vals á HPV-bóluefni. Rætt var við fjölda heilbrigðisstarfsmanna sem allir mæltu með öðru og mun dýrara bóluefni fyrir stelpurnar. Blaðamaður hafði samband við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni vegna málsins, en hann annast val og kaup á bóluefni hér á landi. Svör Þórólfs voru svohljóðandi:

„Hef ekki tíma nú vegna covid og jarðhræringa.“

Hvort jarðhræringar sé „Nýja-Covid“ í stóru afsökunarorðabókinni er of snemmt að segja til um, en skemmst er þó frá því að segja að fyrirspurn DV hefur ekki enn verið svarað.

Rúmt ár er nú liðið síðan fyrsta smitsins varð vart á Íslandi og fyrstu samkomutakmarkanirnar voru settar. Síðan þá hefur margur oft gripið í „Covid-afsökunina“ svokölluðu. Þannig lokaði til að mynda Landsréttur dyrum sínum og felldu allt þinghald niður um skeið vegna smits sem kom upp í húsi dómstólsins í vesturhluta Kópavogs. Allir starfsmennirnir voru sendir í skimun, en það dugði ekki til. Þinghald var fellt niður með öllu í sex heila daga og mörgum málum frestað.

Orð Þórólfs ný gætu einhverjir tekið sem slíku að Covid eitt og sér nægi ekki sem afsökun fyrir því að sinna ekki sínum störfum lengur, en þar koma jarðhræringarnar sterkar inn.

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri virðist þó ekki á þeim buxunum ef marka má pistil í Viðskiptablaðinu í morgun. Rifjar höfundur þar upp loforð pólitískt skipaðrar stjórnar RUV um að fundargerðir stjórnar yrðu gerðar aðgengilegar inni á vef félagsins. „Nú er staðan hins vegar sú að engar fundargerðir hafa birst þar frá september síðastliðnum,“ skrifar pistlahöfundur Viðskiptablaðsins. „Þegar blaðið spurðist fyrir um hverju sætti var útvarpsstjórinn Stefán Eiríksson til svara. Sökum sóttvarnaaðgerða hefur stjórnin fundað rafrænt og því ómögulegt að staðfesta fundargerðir með undirritun sinni. Rafrænar undirskriftir reyndust of kostnaðarsamar og því bíður gegnsæið eftir grænu ljósi frá sóttvarnalækni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn

Orðið á götunni: Sundruð stjórnarandstaða – umboðslausir þingflokksformenn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Þinglok
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“

Golfhöggið á Hönnu Katrínu geigaði – „Kannski komumst við í fyrramálið“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól