fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Eyjan

Stefnir Viðskiptablaðinu fyrir meiðyrði og krefst þriggja milljóna

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 09:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lúðvík Bergvinsson héraðsdómslögmaður og fyrrverandi þingflokksformaður Samfylkingarinnar krefst þriggja milljóna króna í miskabætur af ritstjóra Viðskiptablaðsins, Trausta Hafliðasonar, vegna meiðyrða í nafnlausum dálki blaðsins er nefnist Óðinn. Hefur hann stefnt Trausta sem og útgáfufélaginu. Fréttablaðið greinir frá.

Telur Lúðvík að ætlunin hafi verið að sverta mannorð sitt og krefst þess að ósönn, óviðurkvæmileg, tilhæfulaus og smekklaus ummæli í nafnlausa pistlinum frá því um miðjan apríl, séu dæmd dauð og ómerk.

Skrif Óðins komu í kjölfar frétta af störfum Lúðvíks sem óháðs kunnáttumanns fyrir Samkeppniseftirlitið, hvar Lúðvík hafði þegar þegið 41 milljón króna frá Festi fyrir að fylgjast með skilyrðum í sátt Samkeppniseftirlitsins þegar N1 keypti Festi og fylgja þeim eftir, en störfum Lúðvíks lýkur árið 2023. Er það áttfalt hærri kostnaður en kostnaður Haga af slíkum kunnáttumanni þegar Olís var keypt, samkvæmt Fréttablaðinu.

Lúðvík segir skrif Óðins gefa í skyn að vinskapur við forstjóra samkeppniseftirlitsins hafi ráðið för þegar hann var skipaður, sem sé fráleitt. Þá mótmælir hann skrifum Óðins um að kostnaðurinn við samrunann séu efni í „safaríkan Kveiks þátt“.

Og að lokum telur Lúðvík að skrif Óðins séu gróf ásökun í hans garð um að hann hafi gerst sekur um fjársvik og skjalafals, sem sé algerlega tilhæfulaust, en í pistlinum sagði:

„…öll skynsemis- og réttlætisrök virðast hníga að því að Festi kæri kunnáttumanninn fyrir tilhæfulausa reikninga“.

Sjá einnig: Lúðvík kostaði Festi 33 milljónir í fyrra – „Sweet að vera kunnáttumaður á spena Samkeppniseftirlitsins, sem mjólkar svo einkageirann“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem

Verndartollar ESB: Tollarnir beinast ekki gegn Íslandi og Noregi – Kína á Elkem
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn

Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum í formanninn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri

Jón Guðni Ómarsson: Miklar erlendar skuldir Bandaríkjanna rótin að tollastefnu Trump – aðrar leiðir hefðu verið betri
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Dýr mundi Trump allur, ef svo skyldi æra hans
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi

Sigmundur Ernir skrifar: Jöfnuðurinn einn tryggir lýðræði og mannréttindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening

Jón Guðni Ómarsson: Gjaldmiðillinn stórt atriði sem stendur í vegi fyrir lægri langtímavöxtum – tvær hliðar á þeim pening
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli

Svarthöfði skrifar: Uppblásinn hoppukastali Sjálfstæðismanna til sölu – nafnið öfugmæli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð

Jón Guðni Ómarsson: Lánaformið á Íslandi keimlíkt því sem er í Noregi og Svíþjóð