fbpx
Þriðjudagur 31.janúar 2023
Eyjan

Þegar amma mín knúsaði tré

Egill Helgason
Laugardaginn 4. apríl 2020 19:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi handprjónuðu skilaboð sá ég á göngu minni í Hljómskálagarðinum áðan. Það var skítkalt. Ég hafði reynt að fara að ganga með sjónum en gefist upp. Varla neinn í Hljómskálagarðinum nema stytturnar af Bertel og Jónasi – og svo þessi hvatning utan á tré – „þú mátt knúsa mig“.

Ég viðurkenni að ég lét vera að knúsa tréð. En mér varð hugsað til ömmu minnar sem er fyrsti trjáknúsarinn sem ég veit af á Íslandi. Trjáknúsari eða treehugger varð seinna orð yfir nokkuð öfgafullt og ofur tilfinninganæmt umhverfisverndarfólk, en hjá ömmu minni var þetta öðruvísi.

Hún hét Herborg Eldevik, var fædd í Þrændalögum í Noregi 1898. Þar sem amma ólst upp var mikið af trjám. Hún giftist afa í Kína, en kom fyrst með honum til Íslands 1928, dvaldi þá hér um nokkurra mánaða skeið – þau komu til Evrópu með Síberíulestinni. Þá voru sama og engin tré í Reykjavík. Því var líkast að ekki væri búið að finna þau upp.

Að endingu fann amma þó eitt nokkuð myndarlegt tré. Móðir mín sagði mér að það hefði verið á Grettisgötu að að amma hefði við og við farið að þessu tré og tekið utan um stofn þess – svona líkt og sér til halds og trausts í þessu trjávana landi.

Hugsa sér, ég gúglaði nafn ömmu og fann þessa mynd af henni á netinu. Hef ekki séð hana áður, myndin er tekin í lok fyrri heimsstyjaldar, þetta er áður en hún kynntist afa. Skrítð til þess að hugsa að myndin er tekin í lok september 1918, rétt áður en spænska veikin skall á.

Amma var dugleg kona, hún tók stúdentspróf og kennarapróf – það var ekki sjálfgefið þegar sveitastúlka átti í hlut– gerðist svo kristninboði og kennari í Kína og það var þar sem hún hitti afa. Hún var hæglát, með mjög virðulegt yfirbragð, var yfirleitt kölluð Frú Herborg.

Svo var hún heldur ekki nefnd annað en Herborg Ólafsson. En mér þykir Eldevik ættarnafnið skemmtilegt – kannski ég taki það upp þegar ættarnöfn verða aftur leyfð á Íslandi? Eldevik-fólkið er ennþá til í Noregi, skylt mér, dreifbýlisfólk flest, en einn bróðir hennar flutti til Seattle í Bandaríkjunum og þar tóku ættingjar upp nafnið Elwick.

Mér er í barnsminni þegar konurnar komu í kaffiboðin til ömmu, þær voru með hatta sem voru ekki teknir ofan þótt sest væri við kaffiborðið. Sumar voru norskar eins og amma – hún náði aldrei alveg tökum á íslensku, talaði eins konar blending af íslensku og norsku. Uppi á vegg voru myndir Hákoni konungi og Ólafi syni hans sem lika varð kóngur og á jólunum voru sungin norsk jólalög sem mér fannst skemmtileg. Hún var sannkristin kona, á því var aldrei neinn vafi. Og henni var alltaf mjög umhugað um að hafa garðinn bak við heimili sitt fallegan – þar voru tré.

Mér skilst að amma hafi getað verið býsna hörð á yngri árum og ströng í uppeldi barna sinna,  en við mig og barnabörnin var hún aldrei neitt nema blíðan og elskulegheitin – ég hef varla nokkurn tíma kynnst manneskju sem hefur eins milt fas og sú amma sem ég  þekkti.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ríkissáttasemjari grípur fram fyrir hendur Eflingar og leggur miðlunartillögu í dóm félagsmanna

Ríkissáttasemjari grípur fram fyrir hendur Eflingar og leggur miðlunartillögu í dóm félagsmanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Það er ekkert annað en ógeðslegt að verða vitni að þessu helsjúka ástandi“

„Það er ekkert annað en ógeðslegt að verða vitni að þessu helsjúka ástandi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kosning um verkfall hefst á morgun – Nær til starfsstöðva Íslandshótela á félagsvæði Eflingar

Kosning um verkfall hefst á morgun – Nær til starfsstöðva Íslandshótela á félagsvæði Eflingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þessu tapa Eflingarfélagar á því að missa möguleikann á afturvirkum kjarasamningi

Þessu tapa Eflingarfélagar á því að missa möguleikann á afturvirkum kjarasamningi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón finnst slæm hugmynd að skipta sér út

Jón finnst slæm hugmynd að skipta sér út
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón segir alla 19 hælisleitendurna vera komna aftur til landsins og á framfæri íslenskra skattgreiðenda

Jón segir alla 19 hælisleitendurna vera komna aftur til landsins og á framfæri íslenskra skattgreiðenda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jacinda Ardern segir af sér embætti forsætisráðherra

Jacinda Ardern segir af sér embætti forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýjar ásakanir á hendur umdeildum þingmanni – Sagður hafa stolið peningum frá hundi

Nýjar ásakanir á hendur umdeildum þingmanni – Sagður hafa stolið peningum frá hundi